Félagsróður á laugardag

04 sep 2021 14:34 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður á laugardag
15 mættu í morgun.  Hópurinn var þverskurður af virkum félögum. Gaman að sjá að það er töluvert um ný andlit inná milli þeirra sem plægt hafa sundin síðustu árin. 
Leiðin var samkvæmt plani til að byrja með en þar sem að vindur var að aukast með morgninum var ákveðið að þræða ströndina tilbaka sömu leið frá kaffistoppinu í fjörunni við Arnarhreiðrið sem nú er orðið fokhelt sýndist okkur. Róið var framhjá framkvæmdasvæði Björgunar og virðist það vera langt komið að gera  hafnaraðstöðuna sem á að taka við af iðnaðarhverfinu við Bryggjuhverfið. 
SA 8-10 m/sek og smá barningur á leiðinni heim. Þeir sem reru voru Hörður, Palli Lárus, Tobbi og Frauke, Martin, Rad, Unnar, Gísli, Indriði, Eva Lind, Natalía, Susanna, Stefán og undirritaður.
Skemmtilegur og svolítið krefjandi róður í fyrstu haustbrælunni.
Ágúst Ingi
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2021 08:57 #2 by Ingi
kl 1000 leggjum við af stað upp í Arnarhreiðrið. Meðfylgjandi er mynd af fyrirhugaðri leið. 
 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum