Ísafjörður - Hólmavík

14 júl 2021 23:15 #1 by Guðni Páll
Jæja þá er það fyrsta ferðinn hjá Sea Kayak Iceland næst komandi laugardag.


Ferðalagið hefst með bátsferð yfir í Aðalvík laugardaginn 17 júlí og svo hefst róður sunnudaginn 18 júlí.
Við höfum 15 daga til að koma okkur á Hólmavík og er þetta því lengsta kayakferð með hóp sem ég veit um á Íslandi.
Mikil tilhlökkun er í hópnum og þeim sem fylgja honum. En ég er með úrvalslið með mér, Gummi Breiðdal og Anula verða mér innanhanda og svo John frá US sem kemur með hópinn.
Hópurinn er samansettur af reynslu miklu fólki frá USA og eru sum að koma í 3 skiptið til mín sem er afar ánægjulegt.


Hægt verður að fylgjast með ferðalagi okkar hérna.
share.garmin.com/gudnipallv
kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum