Félagsróður 8. júlí

11 júl 2021 23:58 #1 by indridi
Replied by indridi on topic Félagsróður 8. júlí
Mér láðist að setja inn róðrarskýrslu samdægurs, en hér kemur kemur hún þó loks:

14 bátar á sjó, þar af allnokkrir byrjendur, sem er alltaf gaman að sjá. Róið var rakleiðis í sandfjöruna sunnan / austan í Þerney, þar sem við áðum. Að áningu lokinni var róinn hringur  rangsælis um Þerney, og að því búnu haldið aftur í höfuðstöðvarnar.

Aðstæður voru hinar bestu, lítilsháttar alda milli Þerneyjar og Geldinganess, en minna annars.

Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 júl 2021 22:59 - 07 júl 2021 23:04 #2 by indridi
Það er félagsróður á morgun. Veðurspá er afar hagfelld, sunnan 3-5m/s, skýjað og 14°C.

Við förum eitthvað létt og skemmtilegt við allra hæfi, t.d. hring um Þerney, jafnvel Geldinganes líka.
Verið viðbúin kaffistoppi á leiðinni.
Mæting 18:30, sjósett 19:00

Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum