Róðrarbókin nettengd

29 jún 2021 18:14 - 30 jún 2021 15:13 #1 by SAS
Róðrarbókin nettengd was created by SAS
Það er búið að setja upp spjaldtölvu og nettengingu í Geldinganesið.  KPMG hefur sett saman skráningarapp og PowerBI skýrslur sem við komum til með að birta t.d á www.kayakklubburinn,is Skýrslurnar eru einnig aðgengilegar í gegnum skráningar appið sem er á Samsung spjaldtölvunni í Geldinganesinu.

Allar skráningar einstaklinga frá 2014  eru skráðar, en hópaskráningum (tvö nöfn eða fleiri) var sleppt.

Allir ræðarar sem hafa skráð nafn sitt í róðrabókina eru í uppflettilista í skráningarappinu ásamt flest öllum róðrarleiðum sem hafa verið skráðar.  Þá bætist við möguleiki á skráningu á kayak tegund.. Tími á róðri kemur sjálfvirk, sem er hægt að breyta, en  þannig er hægt að sjá hvernig veðrið var í róðrinum þegar skráningin er skoðuð. Í næstu útgáfu af appinu mun skráningin á kayakinum verða sjálfvirk eftir sjálfgefnum kayak sem er hægt að skrá á hvern ræðara.

Þetta er fyrsta útgáfa af appinu og fleiri möguleikar munu vonandi bætast við. Það er t.d. ekki hægt að skrá  nýja tegund kayaka eða nýjar róðrarleiðir. Skráning á vegalengd er í km. eins og áður. 

Leiðbeiningar verða settar í Geldingarnesiið á morgun.  En þeir sem hafa notað PowerApps og PowerBI ættu að þekkja þetta.

Leiðbeiningarnar

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum