Canon EOS - hvernig er best að búa um þær?

11 maí 2021 18:47 - 11 maí 2021 18:48 #1 by SPerla
Takk fyrir báðir tveir :). Málinu er reddað, eftir miklar vangaveltur þá var niðurstaðan hart/svampfóðrað box. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2021 12:52 #2 by bjarni1804
Sæl Perla.

Ég fór eitt sinn í Breiðafjarðarferð og hafði svona vél meðferðis og var mjög ánæður með það.  Hún var höfð í hörðu, vatnsheldu og svampfóðruðu boxi, festu framan við mig, þannig var hún alltaf við hendina.  Fótóval og Ljósmyndavörur í Skipholtinu selja slík box.  Þau þola mikið hnjask og eru bærilega vatnsheld, en eru töluvert dýrari en vatnsheldir pokar. 

Svo er annar möguleiki og hann er að fá sér "hnjaskmyndavél", sem þolir auk þess að fara marga metra á kaf í vatn.  Dæmi um slíka vél er væri t.d. einhver Olympus Tough vélin, en annars bjóða flestir hinir stóru framleiðendur myndavéla slíkar vélar.

Svo eru það blessaðir símarnir, þeir þola flestir gott betur en að fara armslengd í kaf.

Kv.
   Bjarni Kr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2021 09:29 #3 by SAS
Ef þú ætlar að verja myndavélina fyrir höggum, þá selja ljósmyndaverslanir vatnsheld plastbox/töskur sem eru dýrar.  Ódýrast er að nota þurrpoka að hentugri stærð

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2021 16:19 #4 by SPerla
Nú langar mig aðeins að forvitnast........ nú var ég að fá svo fína Canon myndavél (nánar tiltekið Canon Rebel SL2) og langar ósköp mikið að geta tekið hana með í kayakútilegur og er að velta fyrir mér hvernig best sé að búa um hana án þess að það kosti handlegg eða tvo. Einhver sem lumar á góðum ráðum? :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum