Forpöntun á Lendal árum fyrir sumarið 2021.

11 apr 2021 21:03 - 13 apr 2021 10:35 #1 by Guðni Páll
Góðan daginn

Ég er að setja saman pöntun á árum frá Lendal núna fyrir sumarið. Ég reikna með að gera pöntun fljótlega, ég get ekki lofað nákvæmlega hvenær þær koma til landsins.

Til dæmis er Lendal Storm árin sú léttasta sem völ er á (aðeins 640 grömm) og hefur reynst frábærlega við erfiðustu aðstæður. 
Storm árin var valin ár ársins 2021 af Paddling magazine.

Persónulega hef ég róið með henni í mörg ár og myndi ekki velja nokkuð annað.

Verðið mun vera í kringum 100.000.-

Verðið getur þó alltaf aðeins breyst eftir flutningsgjöld og vsk hafa verið greidd.

Endilega kíkið á þetta og ef ykkur vantar uppl eða langar að prófa endilega hafið samband við mig.

Skemmtileg saga frá Veigu sem notar einnig Storm árina frá Lendal
www.facebook.com/LendalNA/videos/4174753282555814 

Heimasíða Lendal
www.lendalna.com/ 

Frekari uppl.
gudnipallv@gmail.com 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum