Félagsróður 20.3.

20 mar 2021 14:11 #1 by indridi
Replied by indridi on topic Félagsróður 20.3.
18 bátar á sjó. Hef ekki nöfnin á öllum, en skiptist ca 50/50 í meira reynda og minna reynda/byrjendur.

Rerum inn í Blikastaðakró og tókum land við ósa Korpu. Þar gætti úthafsöldu lítillega, sem gaf gaf okkur prýðisaðstæður til að æfa lendingar í smá öldugangi. Þaðan var stefnan tekin uppí vestanáttina inn að veltuvík þar sem hópurinn skiptist upp, og sumir reru kringum Geldinganes en aðrir fylgdu landinu heim.

Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2021 19:44 #2 by indridi
Félagsróður 20.3. was created by indridi
Það er róður á morgun.

Mæting kl 9:30, lagt af stað 10:00. Veður verður bærilegt, 6-8m/s af vestri. Við gerum eitthvað sem hæfir öllum.

Indriði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum