Sundabrautin

04 feb 2021 08:40 - 04 feb 2021 09:43 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Sundabrautin
Brú norðan megin Geldinganes er hætt við að takmarki ferðir nýliða þegar mestri straumur er, en leiksvæði fyrir aðra. 

Hætt við að við missum fjölbreytnina í róðraleiðum nema á háflóði.  Skv. Valkost 1, þá er gert ráð fyrir 10 metra brú sunnan Geldinganes sem er hætt við að verði okkur ófær á fjöru og tvær 80m brýr norðan Geldinganes.  Vegstæðið skv. Valkosti 1 fer ekki um aðstöðuna okkar, en ætli við verðum að greiða veggjöld þegar við mætum í róður frá aðstöðinni okkar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 feb 2021 18:50 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Sundabrautin
Þetta hefur legið fyrir í langan tíma. Seinni áfangi er ekki alveg á næstunni en við sem þekkjum svæðið getum bent  aðilum sem eiga að framkvæma í áfanga tvö  að endurskoða þetta með  tilliti til vinda og öldu. Vestan alda kemst alla leið að brúnni á milli Gunnuness og Geldinganess. Þá brýtur yfir veginn þegar hásjávað er og særok kemur til með að verða vandamál og að maður tali nú ekki um ísingu. Þetta er miðað við að vegurinn liggi eins og á myndinni. Skv skýrslunni er 10m haf á brúnni frá Geldinganesi að Gufunesi og svo 80 m á hinum tveimur, Leirvogs og Kollafjarðar. Ég sé ekki að umferð treilera og stórra rútubíla verði þarna yfir þegar vindur nálgast 20 m/sek nema að mannvirkin geri ráð fyrir því með tilheyrandi skjólveggjum eða hönnun sem brýtur vindinn. En særokið sem kemur með vestlægum áttum  eða það sem rýkur upp í Leirvogi í austanátt er næstum alveg ferskvatn sem gæti myndað þykka klakabrynju á veginn. 
Ég hef ekki séð nein gögn um vindstyrk í Kollafirði en Kjalarnesið er þekkt og ef að það nær að blása af svipuðum styrk yfir Kollafjörð norðan við Álfsnesið þá þarf að hanna veginn og brúnna með það í huga.
En kannski er búið að skoða þetta alltsaman. 

Fáum við bara ekki heimsklassa surfaðstæður undir þessum brúm?  En líklega þurfum við ekki að hafa af þessu stórar áhyggjur á næstu árum. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 feb 2021 15:57 #3 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Sundabrautin
Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir klúbbinn, og núverandi stjórn hefur ekkert verið í neinum samskiptum við viðkomandi stjónvöld varðandi þetta mál enda ekkert verið boðið í slíkar viðræður. Mögulega kom þetta inná borð hjá fyrri stjórnum til skoðunar.
En ég reikna nú með að þetta mál eigi eftir að fara eftir ýmis leiðum í gegnum kerfið og það er og ætti auðvitað að vera markmið Kayakklúbbsins að vera málsaðili fyrir sjósport á þessu svæði mögulega með aðskomu SÍL. 

kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 feb 2021 13:54 - 03 feb 2021 14:19 #4 by SAS
Sundabrautin was created by SAS
Sundabrú hagkvæmari en jarðgöng (mbl.is)

Róðrarsvæðið okkar er farið ef þetta er niðurstaðan.  Er stjórn klúbbsins ekki með puttana á þessu?
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum