Byrjandanámskeið í lauginni

19 jan 2021 12:28 - 19 jan 2021 15:04 #1 by maggi
Haldin verða byrjandanámskeið á eftirtöldum dögum:20 og 21 feb og 13 og 14 mars.Hvert námskeið stendur í 4 klukkutíma eða frá kl 16til 18 laugardag og sunnudag.Gjaldið er 20.000 kr á mann og er allur búnaðurinnifalinn, námskeiðin verða haldin í Laugardalslaug innilaug,Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Magga í síma892-5240 eða arcticseakayaks@gmail.com  ByrjendanámskeiðÞar förum við í gegnum allan grunninn: hvað erkayak, grunnáratök, bjarganir og búnað.Þetta námskeið skilar þér á þann stað að þú erttilbúinn að skrá þig í klúbbinn: kayakklubburinn.is og taka þátt í félagsróðrum
sem eru vikulega frá Geldingarnesi þar sem eru reyndir ræðarar sem stjórna þeim
og sjá um að allt sé öruggt og leiðbeina þér ef þurfa þykir. Með skráningu í
klúbbinn hefur þú aðgang að bátum og búnaði í félagsróðrum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum