Samband athygli og frammistöðu

18 nóv 2020 12:18 - 18 nóv 2020 12:49 #1 by Gíslihf
Steve Banks, sem ég fékk hér um árið til að halda BC-3* upphitun og próf, er fræðimaður á sviðið íþrótta og tengdri sálfræði. Hann vann að rannsókn þar sem færir straumræðarar voru látnir róa 100 m í 2. stigs straumvatni og keppast við að ná besta tíma. Rannsóknin sýndi að þegar þeir beindu athyglinni að markinu (distal external focus) varð tíminn betri en þegar þeir reyndu að ná sem bestri áratækni (proximal external focus). Hér var um að ræða hugsun (attention focus) en ekki sjón (visual focus). Sé athyglinni beint inn á við að líkama og vöðvabeitingu (internal focus) má gera ráð fyrir enn verri frammistöðu. Hægt er að nálgast þessa grein í slóð á síðunni www.stevebanksoutdoors.co.uk/blog/ fram að jólum. Það er ekki létt að lesa fræðigreinar, en það má alveg sleppa tölfræðinni og 8.Discussion veitir góða yfirsýn. 

Það er ljóst að til þess að geta leyft sér að beina athygli að marki langt framundan, gæti verið strönd í tæknileg erfiðri lendingu í vondu sjólagi, milli skerja og kletta - þarf að hafa gott vald á allri færni, áratækni og líkamsbeitingu - þá verður það allt sjálfvirkt og nýtist til að ná markinu.
Þetta eru vangaveltur sem gott er að skoða við kennslu og eigin þjálfun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum