Lundey í friðlýsingarferli hjá UST

20 okt 2020 17:23 #1 by SAS
Í dag er bannað að stunda skotveiðar innan hafnarlögsögu Reykjavíkurhafnar og sama á við aðrar hafnar.  "Okkar" eyjur eru allar innan hafnarlögsögunnar.  Þ.a. friðlýsing á Lundey mun engu breyta þar um.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 okt 2020 15:52 #2 by Ingi
Þeir sem hafa róið á þessu svæði á undanförnum árum hljóta að hafa orðið varir við talverðar sveiflur í fjölda fugla í kringum Lundey sérstaklega. Miklar breytingar virðast vera í norðurhöfum og fuglalífið á sundunum endurspeglar þessar breytingar.
Því miður eru til þeir miklu veiðmenn sem koma  að eyjunni að norðan helst og skjóta á allt kvikt  sem þeir sjá. Við sáum í einum róðri fyrir nokkrum árum ummerki frá sláturtíð einverra sem létu sig ekki muna um að hamfletta kvikindin og henda hamnum í sjóinn. Þetta sáu ekki margir. Nú eru einnig komin allskonar flotfyrirbæri sem við sjáum að fjölgar með ógnvænlegum hraða. Þar á ég við sitontop og standup bretti. Ég verð að segja fyrir mig að friðun eyjanna Akureyjar og Lundeyjar er bara tímabær náttúrvernd.

Ég míg þá bara á mig.
kv
Ágúst Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 okt 2020 14:57 #3 by bjarni1804
Heilt og sælt veri fólkið

Enn þrengir að.  Æskilegt væri að ná fundi með einhverjum þeim, sem hafa með þetta mál að gera, því það er auðveldara að koma málum á framfæri með talsambandi líka, eftir að send hefur verið skrifleg athugasemd.

Hvað varðar landtöku í eyjunum, um fuglatímann, þá er hún ekki mikil, gengur bara út á kaffi- og pissustopp.
Hvað varðar Lundeyna, þá höfum við bara farið í land við grandann austast á eynni og gætt mjög að því að trufla fuglinn ekkert.

Þá má geta þess hvernig kayakróður virkar í umgengni við náttúruna.  Mannskepnan kemst miklu nær bæði fugli og sel, þegar nálgast er á hægum og þöglum kayak en þegar komið er af landi.  Dæmi er um að forvitinn selur komi svo nærri báti, að ná hefði mátt til hans með árinni.  Hann hefði stungið sér tugum metra fyrr ef nálgast hefði verið af landi.

Gera má nokkuð úr ruslsöfnun í róðrum og að iðulega sé nokkuð rusl samferða úr eyjunum til baka.

Þegar auglýstar eru t.d. Breiðafjarðarferðinar á vegum klúbbsins, þá er alltaf nefnt, að ekki skuli neitt verða eftir nema sporin.

Fleira sem má nefna ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 okt 2020 10:51 - 20 okt 2020 11:43 #4 by Guðni Páll
Hérna má sjá umsögnina sem Kayakklúbburinn sendir inn.
Mér langar að þakka Sveini Axeli sérstaklega fyrir aðstoðina í þessu verkefni. 

Friðlýsing Lundeyjar
 
Undirritaður formaður Guðni PállViktorsson, kt. 180787-2169, f.h. stjórnar Kayakklúbbsins, kt.410493-2099,
Álfhólsvegi 106, vill koma á framfæri athugasemdum vegna tillögu Umhverfisstofnunar,
Reykjavíkurborgar og landeiganda að auglýsingu um Friðlandið Lundey í
Kollafirði, dagsett 21. ágúst 2020.
 
Kayakklúbburinn var stofnaður 1981 og fljótlegahófust  vikulegir félagsróðrar fráGeldinganesi þar sem Kayakklúbburinn er með aðstöðu.
Róðraleiðin umhverfis Lundey er ein af þremur vinsælustu róðrarleiðum félagsins. Það sama á við þegar félagsmenn fara í einkaróðra.
Algengt er að félagsróðrar, sér í lagi ásumartíma, eru með landtöku og kaffistoppi, en það er sérstaklega gert fyrir
nýliða sem geta síður róið lengri róðra. Því hafa heimsóknir félagsmanna Kayakklúbbsins í Lundey verið fjölmargar á hverju ári. Á varptíma er aðeins dvalið í fjörunni svo truflun sé sem minnst fyrir fuglalífið.
Þá hefur það verið fastur liður síðastliðin tíu ár í dagskrá Kayakklúbbsins að róa síðla veturs,
fyrir varptíma, út í einhverja af eyjunum á sundunum og gista í tjaldi yfir
eina nótt, þannig hafa margir félagsmenn gist í Lundey.
 
Einu ummerkin eftir heimsóknir á vegumKayakklúbbsins í Lundey eru að félagsmenn hafa fjarlægt rusl sem hefur borist í
eyjuna, sumt af því hefur verið vigtað og skrásett og þessar skráningar eru til.
Kayakræðarar eru almennt, eins og annað útivistarfólk, mjög umhugað um náttúruvernd og Kayakklúbburinn fagnar þeim markmiðum sem sett eru fram í 2. gr
tillögu að friðlýsingu Lundeyjar en við teljum að það sé ekki nauðsynlegt að takmarka eða banna heimsóknir kayakfólks í ferðum á vegum Kayakklúbbsins í
eyjuna eða umhverfis hana til að ná fyrirhuguðum markmiðum.
 
Strandlengja Reykjavíkur og eyjarnar ásundunum eru kayakfólki dýrmæt enda eru frábær tækifæri til útivistar og náttúruskoðunará þessum svæðum. Því miður hefur náttúran á strandlengjunni oft þurft að víkja fyrirmanngerðu umhverfi það yrði sárt að horfa á eftir þessum gæðum ef landtaka á kayak
yrði óheimil. Það myndi rýra þau tækifæri sem bjóðast til að stunda holla og náttúruvæna útivist í Reykjavík.
 
Akurey hefur þegar verið friðlýst, og með fyrirhugaðrifriðlýsingu Lundeyjar og hugsanlegri lagningu Sundabrautar um Geldinganesið
fækkar róðrarleiðum frá Geldinganesi umtalsvert sem takmarkar möguleika til kayakróðurs.
 
Við óskum góðfúslega eftir því að félagsróðrarKayakklubbsins verði heimilt að fara í land í Lundey, þó svo að almennt það veðri bannað öðrum.
 
Í 7.gr um dvöl í friðlandinu kemur framað óheimilt sé að fara í land í Lundey nema með leyfi
Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgaren Kayakklúbburinn óskar eftir vilyrði fyrir því að
Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg veiti Kayakklúbbnum þetta leyfi taki reglugerðin gildi,
enda sé gætt að því að ákvæðumreglugerðarinnar sé fylgt í þeim heimsóknum og
Kayakklúbburinn hafi í aðstöðu sinnisýnilegar umgengnisreglur sem samþykktar hafi verið af
leyfisveitendum sbr. 7.grreglugerðarinnar.
 
Með vísan til þess sem að framan greiniróskar Kayakklúbburinn að litið verði til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem hér
hafa komið fram við gerð auglýsingar um friðlandið í Lundey í Kollafirði.
Verði engar efnislegar breytingar gerðará tillögu Umhverfisstofnunar óskar Kayakklúbburinn með vísan til 7. gr.
fyrrnefndrar tillögu að félagsmönnum verði heimil landganga að öðrum skilyrðum
tillögunnar uppfylltum. Óskum við eftir forsamþykki vegna þessa við fyrsta
tækifæri með tilliti til þeirra ríku hagsmuna sem liggja hér undir.
 
 
 
Með von um jákvæðar undirtektir,
Guðni Páll Viktorsson
FormaðurKayakklúbbsins

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2020 22:52 #5 by sveinnelmar
Henti inn athugasemd

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2020 11:40 #6 by Guðni Páll
Kæru félagsmenn


Núna er í gangi undirbúningur fyrir friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði.
Þetta snertir okkur kayakfólk auðvitað mikið og hvet ég félagsmenn að senda inn athugasemd.
Þetta er vinsæll áningarstaður okkar og höfum við alltaf sýnt mikla fagmennsku í umgengni okkar við fuglalíf og varp.
Og það mun auðvitað ekki breytast með þessu.
Kayakklúbburinn vinnur núna að því að senda inn athugasemd.

ust.is/nattura/fridlysingar/fridlysingar...lundey-i-kollafirdi/ 

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum