Félagsróður í kvöld 25.júní

26 jún 2020 07:35 #1 by Unnur Eir
Í blíðskaparveðri ýttu 20 bátar úr vör og héldu áleiðis norður fyrir Viðey, þar jókst liðsaflinn um einn.
Tókum kaffistopp í Viðey þar sem boðið var upp á heimabakaða súkkulaðiköku og ískalda nýmjólk.
 Á leið okkar heim sýndum við mátt sjóhers íslenzka lýðveldisins þegar við rerum fylktu liði að þýskum kafbát sem lá við Skarfabryggju. Mikill ótti varð meðal þeirra þýsku svo fáni var dreginn niður og báturinn settur í viðbragðstöðu. Einnig var lettbátur LHG sendur til móts við kayakræðara. En vinalegar viðræður hindruðu frekari átök og forðaði nató flotanum frá hneysuför. 
Rólegur róður tók við á heimleið á spegilsléttum sjó og margir léku kúnstir sínar á og neðan yfirborðs.
Þetta var langbesti róður norðan alpafjalla þennan dag.

Bestu þakkir til 21 ræðara

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2020 11:10 - 25 jún 2020 11:26 #2 by Unnur Eir
Ég minni á félagsróður í kvöld

Afbragðs róðraveður skv spá; hæg norðvestan átt, 2 m/s og skýjað. Hiti 10°C
Fjara kl 15:15 - Flóð 21:32.
Aðstæður verða varla betri fyrir byrjendur!

Róðraleið verður ákveðin út frá samsetningu hópsins og þrek leiðangursstjórans ;-)

Hlakka til að (loksins) sjá ykkur

UEA

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum