Breiðafjarðarferðin 3-5 júli

03 jún 2020 16:43 #16 by Barasta
Ég og Gauti stefnu á að mæta :-) kv Stefán Alfreð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2020 11:26 #17 by gsk
Mæti,

kv.,
Gísli K

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2020 22:28 #18 by RAD
hi,

I would like to take part in this trip

regards
rad

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2020 19:33 #19 by Larus
Ferðin hefst  i höfninni á Klauf   skammt frá  Staðarkirkju vestan við Reykhóla í AusturBarðastrandasýslu.
Mæting þar föstudag 3 júli  ekki síðar en kl.15.00. 
Frá Reykjavík er ca 235 km, ca 3 timar á löglegum hraða án stopps.
 
Á föstudag róum yfir til Skáleyja  sem erum 12 km róður og tjöldum til tveggja nátta.
Að morgni laugardags skoðum við svæðið vestan eyjanna,  förum i Hvallátur og tökum land þar og róum svo til baka ( alls um 12 km) seinni partinn er svo hægt að nota til að skoða Skáleyjar fótgangandi.

Á sunnudag kl 10.00  höldum við til baka, annað hvort sömu leið til baka eða með krók i Sviðnur. (12 km auka )

Alls reiknum við með 36-50 km km róðri.

Allt vatn skal hver og einn taka með heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring.
Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og að ekki liggi neitt eftir.

Kayak skal vera hraðskreið og  stöðug útgáfa af kayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum og traustum dekklínum allan hringinn.

Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast
kröfur klúbbsins um getu til að takast á við þriggja ára ferð samkvæmt
skilgreiningum klúbbsins og að mati fararstjóra. 


Skilgreiningklúbbsins:
Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli
landtöku staða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir
að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á
dag.



Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinumi þessum þræði, gefa skal upp nöfn þátttakenda og símanúmer.

Umsjón og upplýsingar veita: Guðni Páll 6641264 og Lárus 822 4340

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum