Kynslóðir róa

29 maí 2020 19:00 - 29 maí 2020 19:33 #1 by Gíslihf
Kynslóðir róa was created by Gíslihf
Góðar óskir fyrir róður fyrir Vogastapa á morgun.

Ég var hjá Þyt í Hafnarfirði í gær og þar komu nemendur í 6. og 7. bekk með kennurum sínum til að prófa kajaka, árabáta og jafnvel að stökkva af bryggju og synda spölkorn. Það var skemmtilegt að sjá hópinn hlaupa niður að bátunum og keppast við við að ná bát og ár. Mér varð hugsað til miðaldra og eldri félaga í Kayakklúbbnum, þeir stökkva ekki í fjöruborðið með hrópum og fögnuði. Þetta var skemmtilegt og krafturinn var mikill. Stundum þurfti að minna á að árar eru til að róa með en ekki skylmast.

Mér var þó nokkuð brugðið af þeirri innsýn sem þetta gaf mér í heim nútíma æsku. Þau sem voru í árabát vissu ekki hvernig sitja átti undir árum og horfðu fram i stefni, ýttu á árarnar í stað þess að draga þær að sér og kunnu ekki að róa samtaka. Þetta var hluti reynslu æsku minnar frá því ég man eftir mér og afi minn reri til fiskjar með segl til að létta undir þegar svo bar til. Eftir sundsprett gátu þau talað reiprennandi á ensku um "hypothermia" en hváðu þegar ég notaði íslensk orð eins og ræðari.

Menning okkar hverfur ef við komum henni ekki til skila til þeirra yngri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum