Epic V12 skíðið er horfið!

04 sep 2019 19:11 #1 by bernhard
Nú veit ég ekki mikið um þessi mál en mér finnst V7 eiga margfalt meira erindi sem klúbb bátur en nokkru sinni v12. Elska að róa v12 og á eftir að sakna þess en það eru bara svo fáir sem hafa tök á að róa því skíði með góðu móti. V7 er líklegast mest selda selda skíðið í sögu EPIC og ekki að ástæðulausu, mjög stöðugt og hraðskreitt. just my 5 cent Sveinn Axel 😀

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2019 16:59 #2 by SAS
V12 skíðið var horfið í vikunni, þegar ég ætlaði að taka sprett á því. 

Sama dag var tilkynnt á Facebook síðu klúbbsins að klúbburinn væri tveimur Epic V7 skíðum ríkari, en ekki sagt frá því að V12 skíðið væri farið úr dótakassa klúbbsins og komið í einkaeigu  Síðar kom fram mynd frá alsælum nýjum eiganda V12 skíðisins, sem hefur gert frábært kaup ef tvö velnotuð V7 skíði eru lögð að jöfnu við með farið V12 elite skíði,  Skv verðlista framleiðanda er söluandvirðið  milli V7 og V12, nær 1:3.

Er þetta ný stefna sem stjórn er farin að vinna eftir að selja eigur klúibbsins?  Eru sjóðir félagsins það aumir að það er hægt að kaupa tvö tupperware skiði?    Hver eru rökin fyrir þessu?  Ef notkunarleysi er ástæðan, þá hefði verið nær að selja V10 Sport skíðið, því það er líklegast minna notað.  En málið er að notkunin er hvergi skráð og enginn getur sagt til um hver notkunin er.   V12 skíðið er eina skíðið sem ég hef notað. 

Epic V12 og Epic V10 sport skíðin voru keypt eftir skoðanakönnun sem síðast stjórn stóð að meðal félagsmanna, Niðurstaða skoðunarkönnuninar var nánast einróma samþykkt fyrir kaupum og engin á móti.  Þessi skíði eru í flokki Elite skiða og voru alfarið hugsuð fyrir reyndari ræðara, ekki nýliða.  V7 er hins vegar seld nýliðum af söluaðila.
Þannig að hér er verið að taka úr dótakassa reyndari ræðara, 

Er meira af búnaði klúbbsins til sölu?  Kayakar félagins hafa ekkert verið notaðir síðustu vikurnar í félagsróðrum, nýliðar hafa ekkert mætt síðusut vikurnar.  Ætlar stjórn að selja kayakana?

Mikið vona ég að þetta sé allt helv. kjaftæði, finnst .þetta með ólíkindum,.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum