Hvalfjörđur

23 sep 2018 20:55 - 23 sep 2018 20:57 #1 by Sveinn Muller
Replied by Sveinn Muller on topic Hvalfjörđur
Og hér koma nokkrar myndir úr þessari frábæru ferð. Ekki má gleyma því að við sáum haförn á svæðinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2018 19:05 - 23 sep 2018 19:57 #2 by SPerla
Replied by SPerla on topic Hvalfjörđur
Það var fámennt en góðmennt í síðasta róðri ferðanefndar í dag (að undanskildum næturróðrunum). Fimm gallvaskir ræðarar mættu á Miðsand um 9:30 og byrjuðu að hafa sig til er við fengum óvænta heimsókn og reyndist sá mikill senuþjófur. Heyrðum við bara allt í einu „meeee“ og sáum hvar geit kom hlaupandi til okkar (greinilega heimalingur) og spígsporaði hún allt í kringum okkur er við höfðum okkur til (sjálfsagt að vonast eftir einhverju góðgæti). Er kom að sjósetningu rétt rúmlega 10:00 fylgdi þessi elska okkur alveg niður í fjöru og fékk smá flatbrauð að skilnaði sem henni fannst nú heldur „klént“ en það var þó betra en ekkert. Róið var yfir í Geirshólma í blíðskaparviðri og spegilsléttum sjó og tókum því rólega þar án þess þó að nema land. Þaðan var svo þverað beint yfir á Þyrilsnes og fylgdum þar landi fyrir Geirsnesið áður en þverað var yfir í mótvindi, upp á 8 m/s að við álitum, en vel gekk að halda hópinn og námum við land svoltið innan við Hvítanes. Nesti var snætt í góðri grasbrekku, undir þungbúnum himni í rigningu og regnboga, fljótt skipast hins vegar veður í lofti og áður en nestispásan var úti hafði lægt verulega. Eftir nestisstopp var róið aðeins meðfram landi áður en þverað var á nýjan leik yfir að Þyrilsnesi og þaðan róið sömu leið til baka. Þegar komið var að bryggjunni var tekin smá útúrdúr og róið undir bryggjunni áður en land var numið kl. 13:30. Vel gekk að halda hópinn alla ferðina sem er nauðsynlegt í svona ferðum. Þess skal geta að upp úr krafsinu höfðust einir 13,5 km. Þessir réru: Maggi B, Friddi, Harpa, Sveinn Muller og Perla.
Ég þakka þeim sem tóku þátt.

Hér eru myndir sem ég tók.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 sep 2018 22:06 #3 by Gunni
Replied by Gunni on topic Hvalfjörđur
Skráning Friddi Arnason á facebook síðunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 sep 2018 20:14 #4 by SPerla
Replied by SPerla on topic Hvalfjörđur
Þađ virđist ætla ađ viđra vel á okkur á morgun en spáin segir bjartviđri, 3-8 m/sek og hiti 4-9°C . Sjáumst hress á morgun og minni á ađ enn er hægt ađ skrá sig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 sep 2018 16:42 #5 by Sveinn Muller
Replied by Sveinn Muller on topic Hvalfjörđur
Hæ,
við Perla ætlum að hittast í Geldingarnesi 08:30, skutla bátum á bíl og leggjum af stað ca. 08:45 ef einhverjir vilja vera í samfloti.

kv.
Sveinn.
844 4240.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2018 22:23 #6 by MaggiB
Replied by MaggiB on topic Hvalfjörđur
Ég hef áhuga á að vera með, get boðið upp á sæti fyrir einn rass og frumstæðan kerruflutning á allt að þremur öðrum bátum.
Er í Garðabænum
Kveðja.
Maggi
Gsm 863 5486

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2018 21:39 #7 by harpahe
Replied by harpahe on topic Hvalfjörđur
Ég mæti.
Kveðja,
Harpa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2018 17:49 #8 by Sveinn Muller
Replied by Sveinn Muller on topic Hvalfjörđur
Góðir félagar þá kemur lýsingin fyrir Hvalfjarðarferðina sem breytist örlítið þar sem óvíst er með aðgengi að Hvammsvík. Sjósett verður frá Miðsandi kl. 10:00 (mæting kl. 09:30 í síðasta lagi). Róið verður að Geirshólma og þaðan áleiðis að Geirstanga þar sem við þverum yfir á meginlandið og róum þar með landi áleiðis að Skógarnefi, þar sem við finnum gott kaffistopp. Eftir kaffistopp þverum við aftur yfir að Þyrilsnesi og róum öfuga leið fyrir Geirstangann áleiðis að Mjóanesi þar sem við tökum stutt „teygjaúrsérstopp“ ef menn fýsir svo. Róum þaðan meðfram landi aftur að Miðsandi sem jafnframt er endastöð þannig að við sleppum við alla selflutninga á mönnum og bílum.
Melding fer fram hér á korkinum og gott væri að láta símanúmer fylgja með. Ef einhverjum rössum vantar far og eins ef þið hafið pláss fyrir aukarass og bát, þá vinsamlegast smellið því með. Sigríður Perla.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2018 20:01 #9 by Sveinn Muller
Replied by Sveinn Muller on topic Hvalfjörđur
Mæti.

Um að gera að skrá sig á Korkinum í ferðina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 sep 2018 21:52 #10 by SPerla
Replied by SPerla on topic Hvalfjörđur
Var ađ afla mér frétta um þetta og þađ virđist sem eigandi jarđarinnar (Skúli Mogensen) virđi almannaréttinn ađ vettugi en skv lögum á jörđin ađ vera opin gestum og gangandi. Hef samband viđ skrifstofu Hvalfjarđarsveitar á morgun til ađ grennslast betur fyrir um þetta. Ef allt þrýtur finnum viđ annan lendingarstađ.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 sep 2018 21:04 #11 by smari
Replied by smari on topic Hvalfjörđur
Í vor þegar ég keyrði framhjá Hvammsvík tók ég eftir því að búið var að setja öflugt veghlið (slá). Mér sýndist Hvammsvík vera lokuð fyrir almenning.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 sep 2018 18:54 - 19 sep 2018 12:58 #12 by SPerla
Replied by SPerla on topic Hvalfjörđur
Þá kemur ferðalýsingin fyrir Hvalfjarðarferðina sem verður, eins og fyrr segir, næstkomandi sunnudag (23.sept). Sjósett verður frá Miðsandi kl. 10:00 (mæting kl. 09:30 í síðasta lagi). Róið verður að Geirshólma og þaðan áleiðis inn í Helguvík, nánar tiltekið að Mjóanesi þar sem við tökum gott kaffistopp. Þaðan verður róið meðfram landi að Geirstanga þar sem þverað verður yfir í Hvítanes þar sem við tökum stutt „teygjaúrsérstopp“ fyrir síðasta róðrarlegginn að Hvammsvik sem jafnframt er endastöð. Komum seinnipartinn í bæinn.
Einhverjir munu þurfa að skilja bíla eftir í Hvammsvik svo hægt sé að selflytja bílaeigendur að Miðsandi að róðri loknum og ræðst það af fjöldanum hversu marga bíla þarf að skilja þar eftir. Melding fer fram hér á korkinum og gott væri að láta símanúmer fylgja með. Ef einhverjum rössum vantar far og eins ef þið hafið pláss fyrir aukarass og bát, þá vinsamlegast smellið því með. Undirrituð ríður hér með á vaðið og óskar eftir fari fyrir einn rass og rauðan Romany. :silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 sep 2018 16:17 #13 by SPerla
Hvalfjörđur was created by SPerla
Minni á kayakferđ um Hvalfjörđinn næsta sunnudag, þann 23.sept.
Nánari lýsing kemur á korkinn síđar í kvöld.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum