1/2 maraþonið á laugardaginn nk

16 sep 2018 10:37 - 16 sep 2018 10:39 #1 by Ingi
Meðfylgjandi er mynd af keppendum og sigurvegurum hálfmaraþons Kayakklúbbsins að lokinni drengilegri keppni. Aðstæður voru krefjandi svo aðeins þeir bestu létu sjá sig í þetta skipti.
Keppnisnefnd þakkar keppendum, Björgunarsveit Hafnarfjarðar og öllum sem komu að þessari keppni kærlega fyrir frábæran dag.
Ágúst Ingi
Helga
Þorbergur
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2018 16:27 #2 by Helga
Hálfmaraþon dagsins gekk aldeilis vel fyrir sig, engin afföll urðu á leiðinni og einu verk Björgunarsveitarinnar snérust um að losa sjávargróður úr stýrum einhverra báta. Björgunarsveitin var með góða yfirsýn yfir alla ræðara og við Ingi stóðum vaktina í tímatökunni og bökuðum svo pizzur á methraða sem runnu ljúflega oní keppendur og aðdáendur þeirra. Til að stytta okkur stundirnar á meðan við biðum eftir að keppendur kæmust í mark hljóp hálfnakið fólk sjálfviljugt í sjóinn og mátti litlu muna að stórslys yrðu þegar kayakarnir komu svo á svakalegri siglingu inn marklínuna á milli allra hausanna. :unsure:

Sú skemmtilega nýlunda var hjá klúbbnum að allir keppendur fengu medalíu og voru þeir eftirfarandi:

Ferðabátar, konur:
1. sæti: Björg Kjartansdóttir á Epic V8 með vængár á tímanum 2 klst. og 48 mín.
2. sæti: Unnur Eir á Lettman með euro ár á tímanum 2 klst. og 58 mín.

Ferðabátar, karlar:
1. sæti: Ólafur B. Einarsson á Wave Seabird með vængár á tímanum 2 klst. og 19 mín.
2. sæti: Gunnar Ingi á Valley Nordkapp með euro ár á tímanum 2 klst. og 43 mín.
3. sæti: Páll Reyniss. á Valley Q með grænlenska ár á tímanum 3 klst. og 1 mín.

Keppnisbátar:
1. sæti: Gunnar Svanberg á Epic V8 Pro með vængár á tímanum 2 klst. og 27 mín.

Takk fyrir daginn og sem sárabót fyrir þá sem sitja svekktir heima eftir að hafa misst af þessari kayakveislu þá lofum við öðrum svona degi að ári B) :woohoo:

Haustkveðja frá keppnisnefndinni, Helga, Ingi og Tobbi.
The following user(s) said Thank You: gsk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2018 20:13 #3 by Helga
Já Björg það stemmir :)
Róið frá Geldinganesi og í Nauthólsvík með smá stoppi í Gróttu. :)
Mikilvægt er að þátttakendur séu með drykki og orkustykki með sér ef þeir vilja fá sér í Gróttu því nú verða bara veittar veitingar í Nauthólsvíkinni að keppni lokinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2018 20:00 #4 by Bjorg
Hæ hæ - er endastöðin þá Nauthólsvík?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2018 18:33 #5 by Helga
Jæja gott fólk, það er stór dagur hjá okkur á morgun og ég vona að sem allra flestir mæti og eigi góðan dag með góðum félögum.
Ræst verður í hálfmaraþoninu frá Geldinganesi kl. 10 og mælumst við til að keppendur mæti hálftíu eða fyrr til að skrá sig og undirbúa fyrir sjósetningu (Unnur fær leyfi til að mæta örlítið seinna ef hún kemur stormandi eins og vanalega og er með allt tilbúið og Lárus fengi leyfi til að mæta kl. átta ef hann ætlaði að keppa en ég væri líka himinsæl með að hann kæmi í öryggismálin). Þetta er góður róður fyrir alla sem hafa róið eitthvað í sumar og jafnvel fyrir hina líka - maður hefur allan sunnudaginn til að jafna sig og væla yfir harðsperrum áður en næsta vinnuvika byrjar. Fyrir þá sem eru latir eins og ég þá er upplagt að mæta og vera í tímatöku, vera í öryggismálum á sjó eða landi nú eða bara að skemmta keppnisnefndinni og sjálfum sér. Allar hjálparhendur eru mjög vel þegnar. B)
Það verða tveir björgunarbátar á svæðinu til að fylgjast með ræðurum en þó verður að taka fram að ætlast er til að ræðarar séu sjálfbjarga. Einhverjar þrusugóðar veitingar verða í lokin og svo auðvitað fallegar medalíur frá Ísspor fyrir útvalda. Koma svo allir að mæta og hafa gaman og fyrir þá sem vilja forðast harðsperrur þá er bara að fara í liðakeppnina :)
Sjáumst í fyrramálið!
Keppnisnefndin - Helga, Ingi og Tobbi.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 sep 2018 15:25 #6 by Ingi
Í keppninni á laugardaginn verður gert ráð fyrir liðakeppni ásamt einstaklingskeppni. Semsagt tveir leggir ca 12-13 km hvor stoppað í fjörunni við Gróttu og tekið 5 mínútna skyldustopp. Gert er ráð fyrir einmunablíðu en það er ekki loforð frá keppnisnefnd..
Keppnisnefndin:
Ágúst Ingi
Helga
Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum