Synt til Viðeyjar 17. ágúst - óskum eftir aðstoð

18 ágú 2018 12:33 #1 by sjorrvk
Þrjár myndir í viðbót :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2018 12:32 #2 by sjorrvk
Bestu þakkir fyrir vörsluna í gær kæru ræðarar :)
Það er ómetanlegt að fá svona vana menn til að vakta sundmennina og ekki síður gott að fá álit ykkur á aðstæðum vegna veðurs.
Aðstæðurnar í gær voru frekar erfiðar.
Hér eru nokkrar myndir af ykkur sem voru settar inn í facebook hópinn SJÓSUND!
Endilega skráið ykkur í þennan hóp ef þið viljið, það er gaman að skoða myndirnar þar :)

Bestu kveðjur,
Magnea

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2018 15:32 #3 by Guðni Páll
Heyrði í Magneu núna áðan og allt ennþá á plani.
Það er flott að vera klár þarna um 17:00 sundið byrjar 17:30
Talstöðvar eru kostur fyrir okkur.

Kv Guðni
The following user(s) said Thank You: sjorrvk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2018 11:45 #4 by sjorrvk
Sæll Gunni, og þakka þér kærlega fyrir ábendinguna.

Þessi klausa er aftan á sjóbókinni sem sundmenn fá eftir sundið:
* Athugið að fólk er á eigin ábyrgð í sundum á vegum SJÓR. Þó verður sundmaður að hlýða kalli öryggisvarðar og koma í bátinn ef verðinum sýnist komið í óefni.
* Mikilvægt er að vera vel hvíldur og nærður þegar lagt er í stór sund.
* Litríkar sundhetetur eru skylda, erfitt getur reynst fyrir þá sem sinna öryggisgæslu að sjá sundmenn með hvítar, bláar, svartar eða gráar sundhettur.

Við erum búin að bæta þessari klausu við inn í viðburðinn á facebook, og eins munum við sem skráum fólk í sundið nefna þetta við alla sundmenn.

Bestu kveðjur,
Magnea

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2018 09:40 #5 by Gunni
Fínar athugasemdir frá Gísla. Eitt sem mér finnst vanta í svör frá SjóRvk.er hvaða heimild kayak-gæslan hefur til að "reka" fólk upp úr.
Í þeim viðburðum sem ég hef tekið þá í sem kayak-gærsla hafa sundmenn neitað þegar ég hef viljað reka þá upp úr. En flestir kláruðu samt ekki þau sund.
The following user(s) said Thank You: sjorrvk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2018 00:19 #6 by Unnur Eir
Að sjálfsögðu mæti ég.

Annað hvort þarf einhver að gefa bátnum mínum far eða róa með mér frá Gnesi :-)

Kv U
The following user(s) said Thank You: sjorrvk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2018 22:57 - 14 ágú 2018 22:59 #7 by sjorrvk
Þakka þér kærlega fyrir að stökkva til með svona stuttum fyrirvara í síðustu viku Gísli. Það var vel þegið og ekki allir sem hefðu gert það.

Það var mjög gott að fá athugasemdirnar frá þér. Allir sundmenn fá skærrauða sundhettu sem þeir eiga að vera með í sundinu. Og nú erum við búin að grafa upp ábyrgðaryfirlýsingu sem var notuð fyrir nokkrum árum sem allir sundmenn þurfa að skrifa undir.
Hún er svohljóðandi:
"Undirrituðum er ljóst að sundið er krefjandi og getur verið hættulegt þeim sem ekki eru við góða heilsu og eða í góðu formi og gerir sér grein fyrir að það er á hans ábyrgð að hafa metið slíkt fyrir þátttöku sína í sundinu.
Undirrituðum hefur verið gerð grein fyrir því að skipuleggjendur og umsjónaraðilar sundsins er félagsskapur áhugamanna um sund í vötnum og sjó og að hjá þessum aðilum eru engar tryggingar til staðar.
Undirritaður þáttakandi í sundinu Synt út í Viðey 17. ágúst 2018 staðfestir hér með að hann tekur þátt í sundinu á eigin ábyrgð og að hvorki hann né aðrir fyrir hans hönd munu gera kröfur á hendur þeim sem standa að skipulagi og framkvæmd sundsins vegna óhapps, slysa eða annars sem hann kann að verða fyrir í tengslum við sundið."

Okkur finnst mjög mikilvægt að hafa kayakræðara sem geta talað við sundfólkið á leiðinni, því þeir ná oft betra sambandi við fólk en þeir sem eru á mótorbátum. Því eins og þú segir, þá kallar drukknandi fólk ekki á hjálp, heldur bara hverfur í kaf.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2018 22:07 #8 by sjorrvk
Frábært Örlygur, takk :) Það væri gott að fá staðfest svar frá Jónasi og Unni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2018 19:20 #9 by Orsi
Mæti. Jónas og Unnur hljóta að koma líka.
The following user(s) said Thank You: sjorrvk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2018 18:48 - 14 ágú 2018 18:49 #10 by Gíslihf
Það var hringt í mig á miðvikudag í síðustu viku og ég beðinn um að vera á kajaka með sundfólki yfir Fossvoginn, sem ég gerði með tveggja stunda fyrirvara. Þau vissu um engan sem mundi vera frá okkur til aðstoðar. Að vissu leiti var þetta mér ljúft en ég lét vita að ég hefði hætt að vera með, því ég óttaðist að við værum að veita falskt öryggi. Fólk sem drukknar kallar ekki á hjálp, það bara hverfur í kaf. Fólk sem fær alvarlega ofkælingu verður sljótt og lítur ekki skipulega kringum sig til að grípa í stefni á næsta kajak. Erum við ábyrg ef illa fer?

Einnig finnst mér sjálfsögð krafa að allir séu með áberandi sundhettur, þannig að hausatalning sé ekki erfið.

Þó að hér komi góð mótrök við hugleiðingum mínum, get ég ekki verið með á föstudag, ég er með námskeið næsta morgun og þarf tíma til að hafa allt klárt.
The following user(s) said Thank You: sjorrvk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2018 17:57 #11 by Guðni Páll
Ekki spurning, mæti.

Kv Guðni Páll
The following user(s) said Thank You: sjorrvk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2018 16:13 #12 by Larus
jamm...........mæti i þetta,
alltaf skemmtilegt.

hvet þá sem geta mætt að láta sjá sig,
maður þarf ekki að kunna neitt sérstakt - bara vera á staðnum og geta leyft sundmönnum að grípa aðeins i bátinn til að hvíla sig eða láta kalla til björgunarbát.

lg
The following user(s) said Thank You: sjorrvk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2018 12:50 #13 by gsk
Ég mæti.

Komin hefð á að mæta í Viðeyjar sundið og fylgja ykkur.

Hvet félagsmenn til að mæta, gefandi og gott.

kv.,
Gísli K.
The following user(s) said Thank You: sjorrvk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2018 14:47 #14 by sjorrvk
Við óskum eftir nokkrum sjálfboðaliðum til að aðstoða sundfólk í sundinu "Synt til Viðeyjar" sem haldið verður 17. ágúst kl. 17:30.
Norska veðurspáin spáir 12 stiga hita og vindhraða 6 m/s.
Gert er ráð fyrir 60 – 90 manns miðað við mætinguna í fyrra.
Vinsamlegast hafið samband við Magneu í s: 664-3274 ef þið viljið aðstoða eða skráið hér á korkinn.

Mæting kl. 17:00 við Skarfaklett og gert klárt.

f.h. Sjósundsfélagsins Sjór
Undirbúningsnefnd Fossvogssunds

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum