Félagsróður 6.janúar 2018

05 jan 2018 15:29 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 6.janúar 2018
Róður frá eyðinu vestan megin í Lundey og til baka aftur er yfirleitt heppilegasti kosturinn, þegar lagnaðarís er kominn, sem teppir helst hefðbundna róðrarleiðir um Geldinganes og Viðey

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2018 13:11 - 05 jan 2018 13:19 #2 by Gíslihf
Já það verður örugglega fínn róður í fyrramálið en betra að hafa klósettpappír með sér :(

Ég fór Viðeyjarhring í morgun á sléttum sjó, fyrst í tunglsljósi og svo móti morgunroðanum. Það var hásjávað og íshröngl á Eiðinu eftir stórsraumsflóð síðustu daga. Þessir ísbitar voru um 10-15 cm þykkir en ísinn við Þórsnes er nær 1-2 cm. Það var þó heldur mikið, ég reri með erfiðismunum milli Drápsness og Þórsness en dró svo kajakinn í fjörunni austur fyrir Sundbakka og ísiflákinn náði langleiðina að bryggjunni við Gufunes.

Þetta er þó þokkalega fært ef róið er í lest og skipt um fremsta ræðara af og til.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2018 09:30 #3 by Þóra
Gleðilegt nýtt ár kæru félagar og takk fyrir það gamla

Ég er skráð róðrarstjóri í fyrramálið. Ljómandi veðurspá 4-6 m/sek og lítilsháttar úrkoma.

Sjáumst
Kv Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum