Straumkayaknefnd!

21 nóv 2017 14:00 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Straumkayaknefnd!
Glæsilegt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2017 13:55 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Straumkayaknefnd!
Við fögnum þessum hópi að sjálfsögðu og mér finnst ég kannast við einhver nöfnin frá þjálfun með Magga Sigurjóns

Enda þótt róðraslóð okkar skarist lítið þá erum við að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum.

Sjáumst og gangi ykkur vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2017 22:25 #3 by Andri
Straumkayaknefnd! was created by Andri
Nú færi ég ykkur þau frábæru tíðindi að búið er að stofna straumkayaknefnd innan Kayakklúbbsins en fyrsta verkefni hennar verður að reyna stöðva áform um framkvæmdir við Tungufljót sem er fyrirséð að munu eyðileggja eitt af okkar bestu róðrarsvæðum í straumvatni. Ég vona að þetta takist vel og hlakka til að sjá straumkayakfólkið aftur vera virka þátttakendur í Kayakklúbbnum. Tökum vel á móti "Straumöndunum" og munum að það er hollt og gott fyrir "Sjófuglana" að skola reglulega seltuna af sér í ferskvatninu :)

Ég fékk þetta fína kynningarbréf frá þeim sem ég lími hér inn.
Andrea Geirsdóttir heiti ég og fer fyrir hóp sem hefur áhuga að stofna nefnd innan klúbbsins með það í huga að halda vörð um hagsmuni straumvatnsræðara á Íslandi og efla það starf innan félagsins.
Hópurinn samanstendur af fimm manns. Mér, Gabriel, Hinrik, Marteini og Tinnu. Nánari kynni á meðlimum munu koma síðar. Öll eigum við það sameiginlegt að hafa mikla ástíðu fyrir kayaksportinu.
Hugmyndin af nefndinni er komin til vegna fyrirhugaðri virkjun sem á að byggja í Tungufljóti. Öll erum við mjög á móti þeirri framkvæmd og ákváðum að láta til okkar taka. Við erum undir það búin að þetta sé slagur sem ekki er hægt að vinna, en ef það er einhver möguleiki á að stöðva framkvæmdirnar þá er það þess virði að reyna.
Til að kynna nefndina aðeins betur settum við saman texta hver og eitt þar sem fram kemur hver við erum og hver okkar bakgrunnur er í sportinu.

Andrea Geirsdóttir
Ég er fædd og uppalin í Reykjavík. Ég hef starfað sem jöklaleiðsögumaður hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum eftir að ég lauk ævintýraleiðsögumannanámi hjá Keili vorið 2017. Þar uppgötvaði ég bæði sjó- og straum kayak-sportið. Stuttu eftir, skráði ég mig í Kayakklúbbinn haustið 2016 og hef verið dugleg að nýta mér sundlaugaæfingarnar sem er boðið uppá á veturna. Ég finn þó sterkt fyrir að aðhald vanti fyrir straumendurnar í klúbbnum og langar mér að gera breytingu á því. Ég vonast til að með þessari nefnd skapist vettvangur fyrir eldri og reyndari, sem og byrjendur til að koma saman læra af hvort öðru. Gaman væri að fjölga straumkayak viðburðum yfir sumartímann og að straumendurnar væru duglegri að láta til sín taka innan klúbbsins. Tel ég því að það sé vel til fundið að fyrsta verkefni okkar verði að koma í veg fyrir virkjana framkvæmdir í Tungufljóti svo tryggja megi að við höldum áfram að hafa aðgang að góðum ám varðandi þjálfun bæði í sportinu og straumvatnsbjörgun.


Gabriel Côté-Valiquette
I am from Montreal, QC. I have been living in Iceland since August 2015 and am currently working as the program coordinator and lead instructor of the Adventure Guide Certificate at Keilir. I have been an active member of Kayakklúbburinn since I joined the club in the Fall 2015. I have been whitewater kayaking for 10 years and my passion for the sport has brought me to participate in many international expeditions worldwide (US, Ecuador, Nepal, Chile, Argentina, Costa Rica, China, Iceland). I have also been working as a raft guide in many of those places, and more recently as a whitewater kayaking, rafting, and swiftwater rescue instructor in Iceland. I hold the following industry certifications: Canoe Kayak Canada Instructor 3/Leader 3, IRF Rafting Instructor, and Rescue Canada Swiftwater Rescue Instructor. My desire to participate in the Tungufljót preservation efforts stems from my whitewater kayaking recreational interests for the section on which the damn is supposed to be constructed, as well as my professional interests (we use a site on the Tungufljót for our swiftwater rescue course, which may be impacted by the construction of the damn). I am worried about this damn proposal and would like to make sure that my concerns, as well as the ones from the community of whitewater recreationalists & professionals I represent, can be heard.

Hinrik Jóhannesson
Ég heiti Hinrik og er landsbyggaðar drengur sem er fæddur og uppalinn á Snæfellsnesi í litlu sjávarþorpi sem heitir Grundarfjörður. Ég hef unnið sem leiðsögumaður frá sumarinu 2016 eftir að ég klára leiðsögunám við Keili. Ég byrjaði í kayakklúbbnum samhliða náminu veturinn 2015 – 2016. Ég byrjaði í straumvatnsbjörg í Tungufljóti í gegnum skólann þar sem áinn hendar afar vel til þess og hefur verið notað í árabil af leiðsögunáminu og björgunarsveitum. Mín fyrsta vinna eftir nám var í flúðasiglingu við Hvítá þar sem ég hef verið seinustu tvö sumör. Náttúruperla eins og Tungufljót nýtist afar vel til kayaksróðurs og er mikið notuð enda á fallegum stað inn við Gullna hringinn og hef ég keyrt margoft þar framhjá með ferðafólk. Með uppbyggingu ferðaþjónustu mun eftirsókn í ár eins og Tungufljót aðeins aukast á komandi árum. Mitt markmið er að reyna hafa áhrif á þá ákvörðun að virkja þessa náttúruperlu og sjá til þess að við tökum öll réttar ákvarðanir í sameiningu og höldum í þá ímynd sem gerir Ísland að svona eftirsóttarverðum ferðamanna staðsetningu.

Marteinn Möller
Ég er úr Mosfellsveit. Ég er vélfræðingur að mennt og vinn sem tæknimaður hjá Nýherja. Þar á undan vann ég sem leiðsögumaður í flúðasiglingum hér á Íslandi og geri það inn á milli enn. Ég hef verið í kayaklúbbnum síðan veturinn 2015-2016. Flúðasiglingar hafa verið í fjölskyldunni minni frá barnsaldri en sjálfur fór ég ekki að stunda þær fyrr en 2010 sjálfstætt. Síðan þá hef ég stundað þær af ánægju og til atvinnu. Flúðasiglingar á Íslandi hafa vakið upp glænýja ævintýra þrá og ferðalöngun til að ferðast á aviknustu króka og kima sem finnast á Íslandi, ofan í gljúfur og gjár sem fæstir gætu farið um og skoðað. Ég hef ferðast til Afríku vegna þeirra og heiti för minni til Indlands og Nepals strax eftir áramót að hitta annan ræðara og stefnum við á að æfa fyrir stærsta mót heims í Austuríki á næsta ári. Áhuginn minn á Tungufljótinu er sprottin af fyrstu skrefum mínum í íþróttinni. Í Tungufljótinu lærði ég á fyrstu viðbrögð í straumvatni og straumvatnsbjörgun. Næst lærði ég að sigla á kayak og varð Tungufljótið að hæsta markmiðinu fyrsta árið mitt í íþróttinni. Síðan þá hef ég nýtt Tungufljótið til bætinga og æfinga ítrekað. Ef af Brúarárvirkjun, í þeirri mynd sem Orkustofnun hefur í 3. áfanga rammaáætlunar, yrði myndi öruggasti og aðgengilegasti vettvangur til kennslu, þjálfunar, æfinga og skemmtunar í flúðasiglingum og straumvatnsbjörgun glatast hér á suðvesturhorninu.

Tinna Sigurðardóttir
Ég heiti Tinna og er frá Reykjavík. Ég hef unnið við ferðaþjónsutu síðan 2004 og hef sérfhæft mig í ævintýramensku. Samhliða námi í Leiðsögumannaskóla Íslands hef ég tekið þátt í allskonar námskeiðum og þjálfun til að leiðsegja ferðmenn eins og t.d. í köfun, á jöklum, í hellaferðum og við flúðasiglingar. Ég hef starfað sem flúðaleiðsögumaður í Hvítá síðan 2006. Samhliða því hefur eitt af mínum áhugamálum verið straumvatnskajak og hef fylgst með Kayakklúbbnum síðan þá.
Flúðasiglingar á Íslandi hófust í Hvítá 1983, sem gerir það að einna elstu ævintýraafþreyingu landsins. Tungufljót hefur átt stóran hug margra straumvatnsáhugamanna sem hafa starfað þar, ásamt annara sem sækja í aðgengi hennar til að njóta fallegrar náttúru og skemtilegs róðurs í miðlungs erfiðum flúðum. Margir kajak ræðarar á Íslandi þekkja þetta vandamál, margar ár henta vel fyrir byrjendur, en stökkið í erfiðari ár er stórt, því lítið er um miðlungs erfiðar ár til að æfa sig í, eins og Tungufljótið.
Ofaná það má bæta að í Tungufljótinu fara fram árlega námskeið fyrir flúðaleiðsögumenn (ásamt fyrir björgunarsveitir) til að þjálfa björgunaraðgerðir í straumvatni. Það verður erfitt að finna eitthvað annað sambærilegt, því það er ekki hlaupið að því að finna ár sem henta vel í þjálfun, sem eru ekki of krefjandi, né svo auðvelt að það sé varla áskorun. Virkjun í Tungufljóti mun hafa stóran þátt í að breyta þessu þjálfunarferli flúðaleiðsögumanna, sem hafa þá ábyrgð að fara með um 10.000 kúnna á ári niður Hvítá. Þetta væri stórsynd fyrir þennan hluta ævintýrabransan, sem margir ferðamenn nýta sér, þar með talið fjöldi íslendinga.

Síðast en ekki síst, ferðaþjónusta er orðin mjög stór hluti af efnahagskerfi Íslands og margir ferðmenn leggja leið sína um Gullfoss og Geysi. Að setja virkjun í Tungufljót, sem myndi eyðileggja útfrá sér hvað þessi á er mikið augnaryndi og margir keyra þarna framhjá, fyndist mér skammarlegt.
Okkur hlakkar mjög til að hefjast handa og láta til og taka innan samfélagsins.
Með von um góðar viðtökur,
Straumendurnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum