Nýjar keppnisreglur

21 apr 2016 11:01 #16 by olafure
Nýjar keppnisreglur was created by olafure
Ég verð að segja að nýjar keppnisreglur fyrir árið 2016 eru með furðurlegra móti. Ég fagna fleiri keppnum en hélt að nýjar keppnir þyrftu að hafa sannað sig áður en þeim er bætt í Íslandsmeistaramót. Þetta á við um sprettróðurinn og hugsnalega Bessastaðabikarinn þó svo að sá síðarnefndi hafi verið til hér áður. Veltukeppni fellur ekki að neinu keppnisfyrirkomulagi sem alþjóða kayaksambandið flokkar sem keppnir á kayak og á ekki heima í keppni um íslandsmeistara. Þá er ákvörðun nefndarinnar að útiloka stutt surfski frá keppni í ferðabátaflokkum óháð reglunni um lengd og breidd fáránleg en ég kalla eftir frekari rökstuðningi á því með vísun um dæmi um slíkar reglur frá öðrum löndum. Ég kalla líka eftir dæmum erlendis frá þar sem veltukeppnum er blandað saman við keppnisróður og óska eftir svörum sem fyrst frá keppnisnefnd. Ég vona að keppnisnefnd taki breytingar um bátareglur og veltukeppni til baka svo ekki þurfi að koma til leiðinda.
Ólafur B. Einarsson
.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum