Félagsróður 23. janúar

23 jan 2016 22:59 - 23 jan 2016 23:07 #1 by Þóra
Replied by Þóra on topic Félagsróður 23. janúar
Líf og fjör í janúar róðri, 16 bátar á sjó. Get alls ekki munað öll nöfnin. 5 klúbbbátar í notkun. Ingi er búinn að sýna okkur leiðina. Vindmælirinn á Geldinganesi sýndi 10 -11 m/sek og allt að 16 m/sek í hviðum milli 10:00 og 12:00. Allur þessi vindur kom úr suðri sem og allar fjórar celsius gráðurnar. Allt gekk vel í góðum félagsskap.

Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2016 13:31 - 23 jan 2016 13:34 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 23. janúar


Sallafínn róður í sunnanblæ og hitastig sem sést oftar á vormánuðum en sjaldnar í þorrabyrjun. Hér er trakkið frá í morgun.
kv.
Ingi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jan 2016 15:49 #3 by Klara
Undirrituð er ritari róðrarstjóra morgundagsins, Þóru.
Þóra lofar skemmtilegum róðri en þó má búast við að það blási hressilega á okkur.
Gæti slegið upp í 10 m/s SV en nokkuð hlýtt (miðað við árstíma).
Tilvalið að mæta í félagsróður :-)
Sjáumst á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum