heitur pottur tillaga

21 jan 2016 20:46 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic heitur pottur tillaga
Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa velt þessu fyrir sér.

Hvort þetta endar í potti, gufu eða sauna er ekki neitt úrslitamál fyrir mig. En bara að finna flöt á málinu sem flestir geta sætt sig við. Plássið er til staðar og hægt að framkvæma megnið af vinnunni í gámnum á verkstæði og flytja hann síðan og koma fyrir með smá útsjónarsemi þar sem innangengt væri úr búningsgámum.

Þá væri hægt að taka hann með ef að við þyrftum að færa okkur.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jan 2016 18:24 #2 by Steini
Replied by Steini on topic heitur pottur tillaga
Mikið var spáð í þetta í denn, en þar sem ekki er heitt vatn á staðnum þarf að kynda með rafmagni með ærnum tilkostnaði, gufa er sennilega þá ódýrari í rekstri, svo ef þetta á að vera lögleg gufa má ekki klæðast sundfötum eða öðrum skjólfatnaði. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2016 22:32 #3 by Helga
Replied by Helga on topic heitur pottur tillaga
Gaman að sjá þessar pælingar hjá þér Ingi. Það er allt annað að taka kayakspjallið í potti eða gufu eftir róður heldur en ísköld út í Viðey í kaffistoppi. Ég er mjög hlynnt gufubaði og aðeins byrjuð að skoða kostnaðinn við það, gufan er aðeins hreinlegri en potturinn eins og Þorbergur segir. Mér heyrist á stjórninni að þetta þurfi að fara fyrir aðalfund og svo líka að það sé mikil óvissa varðandi húsnæðið og aðstöðuna – ef það er stutt í flutninga á klúbbaðstöðunni þá sé þetta ekki rétti tíminn en svona flutningar geta verið á dagskrá í langan tíma án þess að nokkuð gerist.

Það er aðalfundur seinni hluta febrúar – spurning um að vinna flottar tillögur fyrir þann tíma og koma málinu alla leið hvort sem það verður pottur eða gufa. :cheer:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2016 21:20 #4 by Gummi
Replied by Gummi on topic heitur pottur tillaga
Allt góðar tillögur en hvað sem þið gerið er þá möguleiki á að láta nú endagámin fá að halda sér þar sem hann er, báturinn minn fer að verða komin út í Gufunes með þessu áframhaldi. Hann var eitt sinn þar sem búningsaðstaða karla er í dag áður en nánast árlegar gámahrókeringar hófust og allt gert til að þurfa ekki að mála of mikið.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2016 21:11 #5 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic heitur pottur tillaga
Helga hefur verið að tala fyrir saunaklefa sem hefur það fram yfir heitan pott að róðra félagar sitja ekki eins í svitasúpu hvors annars.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2016 19:20 #6 by Ingi
heitur pottur tillaga was created by Ingi
Ég var að velta því fyrir mér hvort að það væri hægt að koma heitum potti fyrir hjá okkur.

Það væri til dæmis hægt án mikillar fyrirhafnar að skipta langa klúbbgáminum sem er fyrir aftan sturtu og búningsgámana og setja stuttan þar. Þessi langi færi þá eitt bil lengra frá þeim. Þá myndast svæði sem hægt er að stúka af með þili yfir í austurenda langa gámsins. Plássið sem samsvarar einum stuttum gámi væri nýtanlegt fyrir pott og skolaðstöðu. Opnað á milli frá sturtugám. Frádgraganlegur hleri þyrfti að vera á þessu rými og svo þarf að fá heitt vatn, annað hvort hitaveita eða rafmagnshitara.

Mikið held ég að það fjölgaði á köldum vetrarmorgnum...

Bkv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum