Góðar minningar frá Hornströndum 2006

21 jan 2016 18:42 #16 by Gunni
"... gróf fram GPS punktana..." !
Grímur, ég er að safna punktum og ferlum á síðuna, sjá Fróðleikur->Slóðir (GPS)
www.kayakklubburinn.is/index.php/frodhleikur/tracks

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jan 2016 20:56 #17 by Grímur
Að veltast í brimrótinu í Unuós var nú byrjun á ferðum mínum með KAJ, Dóri naut þess þar að vera á 2 manna kajk og fór í gegn á skriðþunganum.
Ef farið verður á Hornstrandir í sumar þá ætla ég að reyna að vera með óg gróf fram GPS punktana frá þessari ferð til minnar og setti sem sjálfsmynd

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jan 2016 16:29 #18 by halldob
Sæl öll
Get ekki stillt mig um að leggja til málanna. þetta var einstaklega skemmtileg ferð og vissulega var síðasti dagurinn eftirminnilegastur. Þann dag voru veðuraðstæður og sjólag þannig að alveg var á mörkunum fyrir þá sem minni reynslu höfðu. Á hinn bóginn, eins og kemur fram í póstinum frá Grími, stóð þessi sterki vindur af hafi, þannig að hætta var minni fyrir vikið. Þá má ekki gleyma því að í hópnum voru margir þrautþjálfaðir ræðarar sem hefðu verið tilbúnir til aðstoðar ef eitthvað hefði farið úrskeiðis. Man ég það vel að þegjandi og hljóðalaust og án þess að um það væri talað dreifðum við, sem vel réðum við aðstæðurnar, okkur meðal hinna sem við töldum að þyrfut hugsanlega aðstoð. Gáfum kannski eina og eina ráðleggingu, en leyfðum hverjum og einum að takast á við verkefnið án afskipta. Niðurstaða dagsins var að enginn valt og allir fóru heim reynslunni ríkari. Það má ekki gleyma því að til þess að læra þá þarf maður að víkka út þægindarammann og það held ég að margir hafi gert þennan dag.
Þetta var ein af árlegum ferðum sem Kaj á Neskaupstað skipulagði hér áður fyrr. Ég fór með þeim fjórum sinnum. Frá Selfljóti (í Héraðsflóa) til Neskaupstaðar. Fá Knarrarnesi í Reyðarfirði til Djúpavogs ( með gistingu í Skrúði og róðri út í og umhverfis Papey). Frá Bakkafirði að Héraðsflóa. Allt voru þetta frábærar ferðir og allar fyrir opnu hafi. Tók hver ferð fjóra róðrardaga.
Þessar ferðir gengu allar slysalaust fyrir sig og alla daga gaf á sjó, sem verður reyndar að telja mikla heppni. Það var ekki fyrr en í fimmtu ferð, sem ég reyndar fór ekki í, sem breyta þurfti áætlun vegna veðurs. Sú ferð átti að vera um Eyjafjörð og Fjörður til Húsavíkur en aðrir eru betur fallnir en ég til að segja frá þessu.
Menn verða að fyrirgefa að ég skelli þessum pistli hér inn í fljótheitum eftir gloppóttu minni en ferðin fyrir Hornbjarg og í Ingólfsfjörð er ein af eftirminnilegri ferðum sem ég fór í þegar ég enn stundaði Kayakróður.
kv
Halldór Björnsson (Dóri)
The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jan 2016 22:42 #19 by Gíslihf
Já við Grímur rerum samferða inn Ingólfsfjörðinn.
Nafn hans vantar í upptalningu mína hér á undan, en það var Grímur Kjartansson sem var fyrsti tengiliður minn við Kayakklúbbinn, enda vorum við vinnufélagar og líklega hefði ég ekki látið mér detta í hug að fara í þessa ferð ef hann hefði ekki vakið áhuga minn. Eftir að hafa róið með Kaj um Austfiriðina, líklega 2005 gat hann mælt með þessari ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jan 2016 14:23 #20 by Grímur
Ég man nú best eftir síðasta deginum
Þó Kalli Geir væri einsog í sóffanum heima hjá sér þá þorði ég ekki að slaka á fyrr en við komum inn í fjörðinn
enda var farið af stað með því hugafari að ef eitthvað kæmi upp á þá stæði vindurinn á land

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2016 16:46 - 13 jan 2016 16:47 #21 by Gíslihf
Svona ferð væri í góðum höndum ef þú sæir um hana Guðni Páll.
Um árið (2006) þá var skilyrði að vera '"'vanur ræðari". Ég var byrjandi þá en langaði mjög að komast með og því fór ég að æfa mig meira. Eitt sinn reri ég úr Nauthólsvík og fyrir Gróttu inn að Geldinganesi. Ég var einn og vestan aldan nokkuð stór fyrir Gróttu. Ég var allkvíðinn þar í hliðaröldunni en slapp án þess að velta. Eftir það hringdi ég í Ara í Kaj og sagðist vera vanur :cheer:
Ég væri til í að taka að mér þjálfun og undirbúning fyrir óvana í vor, sem vildu stefna á slíka ferð.
Þetta gæti verið eins og þegar fólk langar á Hvannadalshnjúk og sumir ganga reglulega á Esjuna mánuðum saman til að æfa sig.
Það er ekki víst að ferðanefnd lítist á þetta, en það gæti líka verið einkaframtak.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2016 08:24 #22 by Guðni Páll
Skemmtilegar minningar. Áhugaverð pæling varðandi Hornstrandarferð fyrir klúbb meðlimi.
Ég veit ekki hversu mikill áhugi er á slíkri ferð en ég væri allavega tilbúin að setja upp svoleiðis ferð og sjá um hana.

Annars er þetta svæði auðvitað oft mjög erfitt yfirferðar, og þarf því að vanda vel til verka og hópurinn gæti ekki verið mjög stór.
Það væri gaman að sjá hvort það sé raunverulegur áhugi á svona ferð hérna hjá okkur.

Bestu kveðjur Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jan 2016 21:33 #23 by Gíslihf
Þetta stendur heima.
Ég er með eina mynd sem var tekin af einhverjum félaganna utan við lendinguna kl 19:00 sd. ‎9‎.7.2006 ‎og þar er sjólag og afstaða sólar eins og á þessari mynd.
það voru vonbrigði að við treystum okkur ekki til að lenda við þessi skilyrði, það var flóð og nokkur hafalda, en líklega hefði verið unnt að lenda í víkinni bak við (austan) vitann. Það var þó orðið of framorðið til að nota mikinn tíma í lendingu og sjósetningu.

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jan 2016 20:59 - 11 jan 2016 21:01 #24 by Ingi
Þessa mynd tók þáverandi staðarhaldari í Hornstrandavita af ræðurum að koma að landi. Hópurinn sneri frá skildist mér á honum og hélt lengra. Það má greina kayakana á myndinni sem ég fékk hjá honum. Sé þá ekki í þessari upplausn. Ég skal senda þér eintak Gísli.
Kv
Ingi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jan 2016 20:27 - 09 jan 2016 21:00 #25 by Gíslihf
Ég var að taka til í myndasafni í tölvu minni og fór að skoða myndir frá júlí 2006. Þá efndu félagar í Kaj Neskaupstað til róðurs um Hornstrandir fyrir "vana ræðara". Farið var með túristabát í Hornvík og róið til baka í Ingólfsfjörð, ætlunin var að enda í Norðurfirði, en veður var þannig að ekki reyndist unnt að róa fyrir Munaðarnesið. Það er einkennilegt hvað svona ferð, með allri fyrirhöfn og erfiði breytist i góðar minningar. Síðasta morguninn vöknuðu mörg okkar t.d. á floti og þurftum að vaða út úr tjöldunum! Frá okkur vorum við Páll R, Finnbogi, Halli, Dóri, Kalli Geir og Gerður og átta Austfirðingar ef ég man rétt og sakna ég margra þessara ágætu félaga þegar ég skoða myndirnar. Næsta sumar verða 10 ár liðin frá þessari frábæru ferð.

Er ekki kominn tími til a Kayakklúbburinn standi fyrir slíkri ferð? Mér finnst það.
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum