Félagsróður 21. nóvember

21 nóv 2015 18:54 - 21 nóv 2015 22:00 #1 by Þóra
Undirrituð skipaði sjálfa sig róðrarstjóra annan laugardaginn í röð, alveg gaman - en held samt að þetta sé orðið fínt í bili.
Róðrarleið var ákveðin af fingrum fram á pallinum, vestur fyrir Geldinganes - norður fyrir Þerney – kaffistopp með sólskini við skúrana í Þerney og svo austur fyrir Geldinganes og heim.
Ætla að vindur hafi ekki farið upp fyrir 2 m/sek en leifar af norðan/vestan átt gáfu okkur nokkuð stórar og langar hliðar-öldur á milli Geldinganess og Þerneyjar.
Það sem var athyglivert við þennan hefðbundna félagsróður var að 5 klúbbbátar voru í notkun sem er mjög skemmtilegt í nóvember róðri. Sem sagt 5 frekar ný andlit.
Þeir sem voru svo heppnir að vera á sjó í morgun voru, Unnur, Helgi, Egill A, Martin, Sarah, Helga, Palli Reynis, Þóra , Sigurjón S og Þorsteinn.
Takk fyrir skemmtilegan róður og vonandi koma allir aftur næsta laugardag :)

Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum