Náttúruverndarlögin

20 nóv 2015 14:37 - 20 nóv 2015 15:37 #16 by Orsi
Replied by Orsi on topic Náttúruverndarlögin
..eitt stutt varðandi pælingar SAS um klúbbtjaldið...

Það mátti tjalda "hefðbundnum viðlegutjöldum" skv. lögunum 1999. Augljóst er að klúbbtjaldið hefur þar með verið ólöglegt öll þessi ár, nema á óræktuðu landi utan alfaraleiðar. Og á tjaldstæðum auðvitað.

Síðan átti að losa mjög um þessi höft í góðu lögunum 2013 og einfaldlega sagt að það mætti tjalda (skiptir ekki máli hvernig tjaldi). Klúbbtjaldið hefði þar með fengið löggilidingu.

En í lögunum núna er þetta komið í sama farið og kúbbtjaldið því áfram ólöglegt.
Þetta á hinsvegar við um alfaraleiðir í byggð á óræktuðu landi, þannig að þetta gæti t.d. sloppið á sumum eyja Breiðafjarðar tel ég. Ef ekki, þá bara leita leyfis.
Aumingja "ólöglega tjaldið" okkar samt..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 nóv 2015 12:19 - 20 nóv 2015 12:21 #17 by Steini
Replied by Steini on topic Náttúruverndarlögin
Sveinn, þú ert að skoða texta úr Náttúruverndarlögum frá 2013, sem aldrei tóku gildi þar var gerður greinamunur á vélknúnum bátum og öðrum bátum þegar kom að skipgengum vötnum. Í drögum að breytingum á lögum um Náttúruvernd hljóðar 21.gr. nú;
Um umferð um vötn fer samkvæmt ákvæðum vatnalaga, nr. 15/1923.

Þannig að nú getum við átt von á að dómstóll túlki um för báta um vötn, að þau skuli vera skipgeng !?

Þetta er vitanlega orðalag sem þarf að breyta, svo ekki verði mistúlkað, eins og ég segi; þetta var orðið nokkuð gott í lögunum sem áttu að taka gildi 2013.

Breytingar sem hafa verið gerðar á lögunum frá 2013 er best að skoða á
www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2711%20
og upphlaða skjali; "Word-skjal með breytingum sýnilegum"
www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skra...artillogur-i-TC.docx

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 nóv 2015 22:49 #18 by palli
Replied by palli on topic Náttúruverndarlögin
Takk fyrir þessar útskýringar. Það er örugglega ekki búið að segja síðasta orðið í þessum málum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 nóv 2015 19:56 - 20 nóv 2015 08:33 #19 by SAS
Replied by SAS on topic Náttúruverndarlögin
Hvað varðar straumendurnar, þá er hugtakið skipgeng farið úr lagatextanum og á eingöngu við vélknúna báta, en í
21. grein Nátturuverndarlagana segir:
"..Heimilt er að fara á bátum um öll vötn og á vélknúnum bátum um skipgeng vötn."
Þ.a. það yrði fróðlegt hvernig yrði tekið á róðri í Ölfusá, en væntanlega er lögreglusamþykktin enn í gildi sem bannar róður á ánni.

Breytingarnar sem voru samþykktar núna, eru fyrst og fremst skelfilegar fyrir jeppa- og göngufólk, hef sjálfur ekki rýnt allar þær breytingar, Hvernig fólk verður upplýst um lokun slóða á hálendinu á örugglega eftir að verða eitthvað sérstakt dæmi.

Ef við einblínum eingöngu á hagsmuni sjókayaksfólks, þá eru breytingarnar litlar sem engar, hef ekki komið auga á neitt slæmt, ef breytingarnar eru lesnar með okkar sérhagsmuni í huga. Við höfum rétt að fara um allar fjörur, og henda upp göngutjaldi til 1 nætur eins og áður, meðan göngutjöldin eru þrjú eða færri. Spurning hvort klúbbtjaldið sé innan marka :-)? Í öllum ferðum Kayakklúbbins er ávallt fengið leyfi landeiganda fyrir gistingu og jafnvel landtöku ef því er að skipta.

Skrifstofa Alþingis á eftir að gefa út hvernig Náttúruverndarlögin hljóma með breytingunum sem voru samþykktar fyrir 2 vikum síðan. Það hlítur að styttast í að fá þetta í einu uppfærðu skjali. Annars er þetta mikið torlæsi

Náttúrulögin frá 2013
Nýsamþykktar breytingar á Náttúruverndarlögunum

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 nóv 2015 19:43 - 19 nóv 2015 20:29 #20 by Orsi
Replied by Orsi on topic Náttúruverndarlögin
Já enda má alveg fara inn fyrir girðingar á óræktuðu landi, ganga, tjalda og allt. Það er almannarétturinn. En landeig. fengu árið 1999 heimild til að hengja upp bannskilti. Það er síðan þeirra að spá í hvort þeir nýti sér þessa heimild seisei.

Og nei það gætir ekki misskilnings hjá SAmÚT. Þau lýsa vonbrigðum yfir að réttarbæturnar sem boðaðar voru í 2013 endurskoðuninni skyldu ekki skila sér inn í lögin 2015, þ.e. að heimildin umrædda yrði skilyrt.

Samút er alveg með það á hreinu að góðu lögin 2013 áttu að bæta upp fyrir vondu lögin 1999.

Haraldur ruglar þessu öllu saman og er 16 árum of seint á ferðinni með óánægju sína.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 nóv 2015 17:06 #21 by palli
Replied by palli on topic Náttúruverndarlögin
Jahámm. Ég hef einmitt alltaf staðið í þeirri trú að hinn víðtæki og rómaði almannaréttur á Íslandi heimilaði mér för um óræktað land og m.a.s. ræktað líka. En það er svosem ekkert sem ég hef sannreynt með að lesa lögin eða slíkt. Alltaf lærir maður.

Einnig hef ég haldið að ég mætti tjalda til einnar nætur á óræktuðu landi hingað til en hef aldrei sannreynt það heldur. Þekkir einhver hvernig það hefur verið hingað til og hvernig það er í núverandi lögum ?

Haraldur Eldfjalla hefur reyndar áður haft uppi stór orð án þess að hafa kynnt sér forsendur nægilega vel. En vitið þið hvort óánægja Samút sé á misskilningi byggð ?

Og þótt það sé ræðurum að mestu óviðkomandi þá væri fróðlegt að heyra frá jeppamönnum hvort þessar áhyggjur sumra af ætluðu banni við akstri ökutækja í víðernum séu á rökum reistar.

Það er gott mál að fá þessa umræðu sem ítarlegasta held ég því sama hvort maður er ánægður eða óánægður með breytingarnar þá eru þetta allt málefni sem er gott að hafa nokkurn veginn á hreinu. Biðla hér með til Kayakklúbbsins að athuga með hvort það sé ekki hægt að taka saman á mannamáli hvaða reglur gilda um helstu réttindi og skyldur okkar í ferðum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 nóv 2015 13:20 - 19 nóv 2015 13:41 #22 by Steini
Replied by Steini on topic Náttúruverndarlögin
Fljótt á litið þá hnýt ég um eina breytingu, en það er 21.gr.; þar er búið að fella í burtu ágæta grein, en þess í stað vitnað alfarið í vatnalög frá 1923, en í þeim lögum er texti sem segir:
Öllum er rétt að fara á bátum og skipum um öll skipgeng vötn.
Í Náttúruverndarlögum, sem ekki tóku gildi var kominn inn texti;
Heimilt er að fara á bátum um öll vötn og á vélknúnum bátum um skipgeng vötn.
Í gömlum dómi var grein þessi úr vatnalögum einmitt túlkuð okkur í óhag; “.... Þar sem Ölfusá telst ekki skipgeng, þá er ekki heimilt að róa þar á kayak ...”

Nú er bara að vona að Vatnalög verði endurskoðuð fljótlega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 nóv 2015 00:56 - 19 nóv 2015 03:16 #23 by Orsi
Replied by Orsi on topic Náttúruverndarlögin
Útivistarunnendur hafa áratugum saman mátt lifa við takmörkun á umferðarrétti sínum, það var nú það sem ég var að vísa í. Endurskoðunin 1999 var ströng gagnvart göngufólki, þannig að ég skil ekki hví eldfjallafræðingurinn tilgreinir þau sem gömlu góðu lögin. Í þeim var landeiganda einmitt heimilað að banna för um afgirt óræktað land án þess að rökstyðja eitt eða neitt. Pistillinn hjá Haraldi er bara vitleysa.

Í 2013 endurskoðuninni átti hinsvegar að skikka landeigendur til að rökstyðja - Þau lög skyldu taka gildi 2014 - en varð aldrei.

Þannig að það hefur í raun aldrei verið lagaskylda á landeigendum að rökstyðja blessað bannið...
Gömlu lögin (2013) sem þú vísar til tóku nefnilega aldrei gildi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2015 23:08 #24 by palli
Replied by palli on topic Náttúruverndarlögin
Ég hélt einmitt að það væri nýlunda að það mætti banna för um óræktað eignaland án þess að þurfa að sýna fram á nokkur rök fyrir því eins og ég hélt að þyrfti skv gömlu lögunum.

Samút mótmæla t.d. skertum almannarétti skv þessu hérna

Eldfjallafræðingurinn er heldur ekki sáttur .

Einhverjir túlka lögin þannig að hér með sé "öll vélknúin umferð verði bönnuð í óbyggðum víðernum, allt árið, einnig á snjó" - hér

Tjaldstæði hafa sjaldan verið í nágrenni náttstaða þeirra kayakferða sem ég hef tekið þátt í þannig að ef landeigandi mér hér með reka mann burtu við þær aðstæður þá breytir það miklu.

Við fyrstu sýn virðast þessar breytingar koma minna við kayakræðara en margt annað útivistarfólk en það virðist alla vega nokkuð ljóst að margir eru ósáttir.

Annars finnst mér skrýtið hvað það er lítið að finna um hvaða breytingar felast í raun og veru í gildistöku nýju laganna því þetta mál hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum og er núna einhvern veginn allt í einu komið í gegn og í gildi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2015 16:11 #25 by Orsi
Replied by Orsi on topic Náttúruverndarlögin
Palli, það telst ekki nýlunda að það megi banna för um óræktað eignarland. Hvað er þinn heimildamaður að horfa í varðandi þennan part?

..og tjöldun, þá mátti landeigandi reka tjaldbúa burt samkvæmt gömlu lögunum þ.e. ef það var tjaldstæði í nágrenninu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2015 10:15 #26 by Klara
Replied by Klara on topic Náttúruverndarlögin
Það má bæta við að ekki var hróflað við frjálsri för manna um strendur, ár- og vatnsbakka, sbr.:

Vatnalög 115. gr. [Heimild til að fara um vötn og til afnota af vatnsbökkum.
Öllum er heimil för, þ.m.t. á farartækjum, um vötn, einnig á ísi, með þeim takmörkunum sem lög kveða á um, þó þannig að það valdi ekki truflun á veiðum manna. [Sá ráðherra er fer með málefni náttúruverndar]1) getur í reglugerð sett takmarkanir við umferð vélknúinna báta og annarra vélknúinna farartækja um vötn og vatnasvæði.
Allir sem fara um vötn eða nota þau til sunds og baða, sbr. 11. gr., hafa rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem eru nauðsynleg vegna umferðar um vötn en gæta skulu þeir varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það

Náttúruverndarlög
26. gr. Girðingar.
Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna
29. gr. Úrlausn um ólögmætar hindranir.
Eiganda lands eða rétthafa er óheimilt að hindra almenning í að njóta þeirra réttinda sem mælt er fyrir um í þessum kafla. Sá sem verður var við hindranir sem hann telur brjóta gegn þessum réttindum getur krafist úrlausnar Umhverfisstofnunar um þær. Sama rétt hafa útivistarsamtök og náttúru- og umhverfisverndarsamtök. Úrlausn Umhverfisstofnunar má skjóta til ráðherra.
Umhverfisstofnun getur beitt úrræðum skv. 87. gr. til að knýja á um að ólögmætar hindranir séu fjarlægðar. Stofnunin getur einnig lagt fyrir eiganda eða rétthafa að setja stiga eða hlið á girðingu ef hún hindrar för fólks sem heimil er samkvæmt ákvæðum kaflans, t.d. um vatns-, ár- eða sjávarbakka. Umhverfisstofnun skal hafa samráð við byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags vegna aðgerða sem einnig kunna að falla undir valdsvið hans.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2015 09:20 - 18 nóv 2015 09:26 #27 by Klara
Replied by Klara on topic Náttúruverndarlögin
Ásta Þorleifsdóttir og Reynir Tómas Geirsson eru lykilfólk okkar í þessum málum og með aðstoð þeirra hefur Kayakklúbburinn tekið þátt umræðu um náttúruverndarlögin, aðallega á vettvangi Samút. Ásta og Reynir Tómas sóttu m.a. fund hjá Samút sl. mánudag þar sem farið var yfir nýju lögin. Samkvæmt því sem þau hafa upplýst okkur um hafa nýju lögin ekki veruleg áhrif á okkur kayakfólk, en 115 gr. vatnalaga á við um okkar ferðir. Þar náðum við fram breytingum fyrir nokkrum árum sem voru til bóta.

Varðandi náttúruverndarmál þá má einnig geta þess að Sveinn Axel Sveinsson fór á fund um málefni Þingvallarþjóðgarðs fyrir hönd klúbbsins og þar stefnir vonandi í jákvæðar breytingar um reglur um róður á Þingvallavatni (sjá umfjöllun annarsstaðar á heimasíðunni).

Þá hefur Ásta haldið vakandi málefnum Blikastaðakróar (innan við Geldinganesið) en þar safnast set hratt fyrir. Klúbburinn vakti fyrst athygli á þessu árið 2006 en því miður hefur ekkert áunnist í þessu sambandi, en rjúfa þarf eiðið að nýju með til dæmis ræsi.

Það er gott að fá þessa umræðu hér fram og það er spurning hvort að þessi umræði kalli á esk kaffifund/fræðslufund eða umræðu á aðalfundi. Þar væri gagnlegt að fá Ástu eða Reyni Tómas til að taka þátt í umræðunni, þau eru sérfræðingar okkar á þessu sviði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2015 07:02 #28 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Náttúruverndarlögin
Fann thetta á vef Umhverfisráduneytisins. Nedst á sídunni eru pdf og word skjal. Sýnist madur thurfa ad hafa bædi opin í einu til ad bera saman og sjá breytingarnar.

www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2711%20

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2015 22:58 #29 by palli
Náttúruverndarlögin was created by palli
Eitthvað hefur maður heyrt því fleygt að undanförnu að það sé ýmislegt í nýjum náttúruverndarlögum sem getur haft veruleg áhrif á tækifæri okkar til róðramennsku. Eins og að nú sé búið að stórskerða almannarétt, t.d. með því að það megi banna fólki för um óræktað eignaland og einnig að ekki megi lengur tjalda til einnar nætur þar sem þurfa þykir.

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fylgst vel með þessu og vona að mínar heimildir séu eitthvað ruglaðar.

Hefur stjórn fylgst með þessu máli eða veit hvernig þessi mál standa ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum