Að bíða vorkomunnar og gera sjóklárt

08 mar 2015 00:04 #1 by Gummi
Þegar vanur veiðimaður hleypir af haglabyssu er hann með bæði augu opin, sem reyndar of margir átta sig ekki á að er rétta aðferðin. Og því þarf að finna hvort augað er ráðandi það vinstra eða hægra. Þó menn séu rétthentir geta þeir verið með ráðandi vinstra auga og þá þarf að venja sig á að skjóta með vinstri hendi, eins og einn af mínum veiðifélögum. Er rétthentur en hefur vanið sig á að nota þá vinstri á veiðum.
Annars er ég sammála Guðna, en skil samt vel afhverju Sævar notar þennan útbúnað.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2015 14:15 #2 by Steini
Svo er það annað sem ekki skal vanmeta; þegar lokað er öðru auganu, þá dregur verulega úr jafvægisskini, því ættu menn að venja sig à að hafa bæði augu opin þegar miðað er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2015 13:40 - 07 mar 2015 13:50 #3 by Sævar H.
Gott innlegg hjá Guðna Páli.
Það er málið þegar maður er að svona veiðistússi þá verður að binda allt lauslegt við sig eða kayakinn.
Byssuna, ef hún er með, veiðistöngina, hnífinn, háfinn, gogginn og allt sem menn kunna að þurfa við bardúsið.
Og ekki gleyma að hafa árina tryggilega í bandi.
Allt verður þetta að vera þannig frágengið að við óhapp, svo sem að rúlla yfir- að það flækist ekki fyrir og verði til vandræða -að það skapi hættu.
Auðvitað reynir maður að taka bráðina sem næst vísun á hlið við stefnið- hvort sem verið er að skjóta fugl eða draga inn fisk- en það eru þessi skyndilegu frávik sem alltaf valda vandræðum,
T.d ef verið er að elta skarf og miðað á að verða aðeins til hliðar við stefnið- svo stingur hann sér á kaf- áður en færi er klárt.
Það er vaninn hjá þeim.
Þá er að bíða þess að hann komi upp aftur- og þá hvar ?
Það getur skapað þessa hættu á að hann komi upp þvert á hlið-þá getur það skeð að veiðimaðurinn verði svo spenntur og bráður að hann miði á hlið og skjóti og fer yfir um ---upps allt á kafi.
Til að hindra svona er einmitt gott á eiga flotholt á bakvið sig til að taka af manni veltuna....... En ég er með á því að ef maður ber hreinræktaðar tilfinningar til sköpulags kayaksins - þá er þetta óttalegt klám - þessi flot. :sick:
Skarfar
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2015 01:02 #4 by Guðni Páll
Þetta er rétt hjá Sævari, ég hef þó vanið mig á að skjóta eingöngu sitt hvoru megin við stefni. Ég átti þó mitt fyrsta skipti á veiðum á kayak og var lítið vanur og sá gott færi og lét vaða út á hlið, það endaði þó vel ég velti mér aftur upp, en það kostaði heilt kvöld við þrif og olíuburð á byssuna. Einnig er gott að hafa spotta í byssuna. Sjálfur hef ég ekki notað svona stuðningsflot.
En ef það hjálpar mönnum þá er það gott mál. Sjálfur er ég ekki hrifinn af þeim en það er annað mál.

kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2015 21:00 - 06 mar 2015 22:18 #5 by Sævar H.
Við skotveiðar á kayak er ljóst að menn halda byssunni í axlarhæð og hafa ekki lengur hald á árinni. Og skjóti menn útfrá hlið kayaksins þá er bakið á hitt borðið. Það er því talsvert bakslag sem verður mjög ofarlega frá þyngdarpúnkti kayaksins miðað við sjólínu. Menn eru því mjög berskjaldaðir fyrir að velta . Hættan margfaldast ef einhver hreyfing er á sjó. Því er svona stuðningsflot ígildi árataks eins og menn þekkja í almennum róðri- stuðningsáratak. Svo geta menn kannski sloppið . Sjálfur stunda ég ekki svoleiðis rússnenska rúllettur ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2015 17:48 #6 by Heimir
Sælir. Er bakslagið það mikið að það nái að velta manni? spyr sá sem ekki veit, en höggið er snökkt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2015 12:12 - 24 feb 2015 12:24 #7 by Sævar H.
Nú er veðurspáin á morgun afleit og því gott að skoða kayakfréttir í máli og myndum
Eins og fram hefur komið er ég með Hasle Explorer í aðlögun til veiða- bæði á fiski og fugli (svona í góðu hófi)
Hafi einhverjir gaman af að skoða þetta brölt hjá mér þá fylgja hér nokkrar myndir svona til skýringa
Kayakinn er á myndunum full búinn til veiða á fiski en ef ég fer til skotveiða þá mun ég rúmlega tvöfalda stuðningsafl flotanna - sem kemur til af þvi ef ég verði skyndilega veiðibráður og bráðin á hlið við mig- þá gæti bakslag byssunnar sett mig yfir um ef stuðningsflotið skortir afl til mótvægis. Það er að ýmsu að huga .
Það er nóg að gera í þessu sporti.

Góða skemmtun :)
Hér er Hasle Explorer kominn í veiðigallann og með þá grænlensku
On line myndir af veiðikayak

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6119379013597883025
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2015 09:17 #8 by Sævar H.
Fátt af manna verkum er eins einangrað og veiðimennska. Þar er það einbeitingin ótrufluð af öllu- nema bráðinni sem fanga skal' sem gildir.
Veiðar í margmenni óvirkra áhorfenda er eitthvað sem fyrir mér er óhugsandi.
Og Hasle Explorer verður nú tvöfaldur í roðinu. Almennt verður sjókeipurinn venjulegur kayak til skemmtiróðra - alveg laus við alla ásýnd veiðimennsku. En þegar haldið skal til veiða- þá umbreytist Halse Explorer á um 3 mínútum í grimman veiðikayak- það er sá tími sem má taka ,við að koma þeim búnaði fyrir sem gagnast við veiðar á fiski eða fugli-það eru kröfurnar
. Og við veiðar á fugli eru vonir bundnar við grænlensku árina-þar sem fælingaráhrif hennar eru langtum minni er spaðaáranna - hún er sem sagt vistvæn til veiða. Það er margt dulið í þessum fornu fræðum.
En að halda sýningu á þessum búnaði - kannski - eftir að öllum reynsluróðrum er lokið og sátt er hjá sjókeipa veiðimanni um búnaðinn- hver veit ? ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2015 08:17 #9 by bjarni1804
Jæja félagi, kemur skoðunarleyfið með vorinu ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2015 15:26 - 23 feb 2015 10:52 #10 by Sævar H.
Gaman að lesa frá ævintýrum vetrarróðramanna og kvenna og fylgjast með baslinu í hafsjó,frosti og vosbúð.
Það minnti mig á sjálfan Houdini ,afreksmenni og töframanninn fræga sem losaði sig úr hlekkum lokaður í kistu undir yfirborði sjávar- þegar Gísli lýsir baráttu sinni í veltunni með hendurnar læstar í áralúffunum og á hvolfi -sem henti í síðasta félagsróðri.
Ekki er ég mikið fyrir svoleiðis.
En eins og við þekkjum er kayakinn þróaður fyrir áraþúsundum sem veiðitæki- að geta aflað sér matar á norðlægum slóðum. Menn voru ekkert að skemmta sér við kayakróðra- það var lífsnauðsyn að róa á veiðislóð. og heim aftur með matinn fyrir fjölskylduna
Ég er sjálfur voða mikið svoleiðis- að nota kaykakinn til veiða .
Langt hlé hefur verið á því hjá mér á kayaknum við það, en því meira á öðrum bát .
En nú skal haldið til veiða með batnandi veðri vorsins.
Það er verið að gera Hasle Explorer sjókláran fyrir svoleiðis kayakmennsku- hann er m.a að fá dýptarmæli og fiskisjá og fleiri nutíma tæki til að gera veiðina nútímalega.

Og þar sem úti er veður vont -er svona kannski skemmtilegt fyrir kayakfólkið að sjá þetta.

Góða skemmtun :)
Beðið vorkomu

Nokkrar myndir frá því brölti.
Hasle Explorer undirbúinn fyrir vorvertíð
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6118685643204162193
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum