Félagasróður 24 jan

09 feb 2015 21:29 - 09 feb 2015 21:30 #1 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagasróður 24 jan
smá VIDEO frá þessum róðri
HÉR

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2015 01:26 #2 by totimatt
Replied by totimatt on topic Félagasróður 24 jan
Össur hélt vel utan um hópinn. Aldan á norðurleggnum talsvert í stærri kantinum með óreglulegum hliðarspörkum sem erfitt var að verjast. Góð félagbjörgunaræfing sem staðfesti enn einu sinni að sá sem fer í félagaróður með kayakklúbbnum er í öruggum höndum. Kærar þakkir fyrir krefjandi, en skemmtilegan og gefandi róður, Tóti Matt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jan 2015 14:57 - 24 jan 2015 15:03 #3 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagasróður 24 jan
Sjö félagar mættu í höfuðstöðvarnar í morgun og óhætt er að segja að þegar fyrstu menn mættu hafi blásið hressilega. Þó mátti greina að veður var að ganga niður. (þó hægar en ég gerði ráð fyrir) kl 11:00 var aflestur í Geldingarnesi 7m/s hviður 8-11.
Ákveðið var að róa Geldingarnes réttsælis. Smá pus var á móti okkur vestur með Geldinganesi og þegar komið var vesturfyrir tóku á móti okkur nokkuð ákveðnar ömmur. Hópnum vel haldið saman (að mínu mati) allir innan seilingar. Svona þurfum við að reyna að hafa þetta. Ágætis lens með Nesinu norðanvið og ein velta rétt í lokin þegar við vorum að fara fyrir norðaustur tangan Nessins. Frábær róður og takk fyrir kærlega kæru félagar að minna mig á hvað þetta er gaman:)
Þeir sem réru, Lárus, Tóti Matt, Siggi Sig, Páll R, Þóra, Klara og undirritaður
Kv Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jan 2015 17:44 - 23 jan 2015 11:42 #4 by Össur I
Undirritaður er róðarstóri á laugardaginn :sick:
Já ,því nú er líitið annað að gera að að hysja upp um sig brækurnar og henda á sig hjálmi.
Játa að ég hef ekki róið á seltu vatni síðan trúlega í nóvember í fyrra og úr því verður bætt nú, ekki seinna vænna.
Veðurspáin er þokkaleg, ef hún gengur eftir ætti veðrið að hafa gengið niður og við ættum að fá þokkalegt hlé á milli skota.
Í upphafi róðrar verður hann vestan en snýr sér svo í sunnan átt á leið sinni í austan átt sem hann ætti að hafa náð um ca. þrjú leitið, vindstyrkur ætti að jafnaði ekki að vera meiri en ca. 6-8m/s, semsagt lítur vel út.
Róðrarleiðin verður eins og svo oft áður ákeðin á pallinum, eftir aðstæðum, hópnum og ákafa róðrastjóra.
Staða sjávar er flóð 9:03, þannig að við það verður að fjara út meðan við róum okkur.
Trúlega ekkert kaffistopp, nema eindregin vilji róðrarmann sé svo.
Félagsróðrar eru fyrir alla þannig að ég lofa róðri við hæfi fyrir alla, ef allir mæta, annars ekki.
(veit ekki hvað veðurguðinn gerir, en hann hefur áhrif)
Sjáumst á laugardaginn :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum