Kayakklúbburinn sendir félagsmönnum sínum bestu kveðjur og þakkir fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða, með óskir um velfarnað á nýju ári.

Árið 2022 var félögum í Kayakklúbbnum gott og voru margir róðrar kílómetrar lagðir að baki. Á árinu sóttu félagar sér aukna þekkingu á námskeiðum hérlendis og erlendis. Þá var ferðast víðsvegar á árinu, bæði í skipulögðum ferðum á vegum klúbbsins og félagsmenn á eigin vegum. Síðast en ekki síst þá var haldin stórskemmtileg afmælishátíð í haust.

Á árinu 2022 réru félagar 10.433 km í 981 ferð samkvæmt skráningum í appinu okkar góða. Það gerir að meðaltali 10,6 km í hverri ferð. Til gamans má geta að árið 2021 voru kílómetrarnir 12.749 í 1.164 ferð. Eins og við vitum að þá eru ekki allir róðrar skráðir í appið þannig að ferðir og kílómetrar eru fleiri hjá félagsmönnum.

Framundan er vonandi skemmtilegt ár sem verður okkur vonandi hagstætt veðurfarslega séð þannig að hægt verði að fara í marga róðra og ferðir.

Að venju hefur fjöldi félagsmanna hefur lagt starfseminni lið á árinu í hinum ýmsum nefndum og verkefnum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir störf sín.

 

Sjáumst á sjó

 

F.h. stjórnar

Valgeir