Kayakkona ársins 2017

Kayakklúbburinn stendur árlega fyrir nokkrum skemmtilegum keppnum fyrir félagsmenn sína og samanlagður árangur sker úr um hverjr verða útnefndir kayakmaður ársins og kayakkona ársins, þó kemur fyrir að menn séu útnefndir vegna sérstakra afreka eins og að róa einir síns liðs hringinn í kringum landið.

Í ár fóru fram fjórar keppnir, Reykjavíkurbikarinn, Spretturinn, Hálfmaraþon og Bessastaðabikarinn.

Reykjavíkurbikarinn er haldinn á vorhátíð klúbbsins, venjulega í byrjun maí, en þá hittast félagsmenn í aðstöðinni við Geldinganes og keppa, grilla, spjalla og fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að taka með sér björgunaræfingar.

Spretturinn er tiltölulega ný til kominn, en þá er keppt í stuttri vegalengd þar sem allir keppendur eru á sams konar bátum og með sams konar árar. Þessi keppni er einstaklega skemmtileg til áhorfs og oft handagangur í öskjunni.

Hálfmaraþonið er keppni þar sem róið er milli Nauthólsvíkur og aðstöðu klúbbsins í Geldinganesi, en þar reynir virkilega á úthald og undirbúning. Keppendur fá 5 mínútna hlé út á Gróttu, geta þá safnað smá kröftum og innbyrt einhverja orku.

Bessastaðabikarinn þetta árið var öðruvísi en venjulega og ákveðið var að róa frá Skógtjörn og inní Hafnafjarðarhöfn, en áður var róið frá Skógtjörn og norður fyrir Álftanesið og það nokkurn veginn hringað inní Lambhúsatjörn og land tekið við Bessastaði. Kayakklúbburinn Sviði á Álftanesi sem hefur haldið utanum Bessastaðabikarinn undanfarin ár var í samstarfi við Þyt í Hafnarfirði með þess nýju leið og verður vonandi framhald á því.

Viðurkenningar ársins 2017

 Þetta árið urðu hlutskörpust Unnur Eir Arnardóttir í kvennaflokki með 300 stig og Ólafur B. Einarsson í karlaflokki með 380 stig en alls voru 400 stig í boði fyrir hvern keppanda

 

Heildarúrslit 2017
  Heildar stigasöfnun ársins Reykja-víkurbikar Sprettur Hallar-bikarinn Hálfmara-þon Bessa-staða-keppnin Veltur og tækni Samtals
1 Ólafur B. Einarsson 100 80 0 100 100 0 380
2 Sveinn Axel Sveinsson 60 100 0 80 80 0 320
3 Eymundur Ingimundarson 80 60 0 0 60 0 200
4 Ágúst Ingi Sigurðsson 36 45 0 0 45 0 126
5 Þorbegur Kjartansson 45 36     36   117
6 Örlygur Sigurjónsson       60 50   110
7 Guðmundur Breiðdal 40       40   80
8 Andri Arinbjörnsson 50 0       0 50
9 - 10 Páll Reynisson       50     50
9 - 10 Guðmundur S Ingimarsson   50   0     50
11 Daníel Pálsson   40         40
12 - 13 Halldór Guðfinnsson 32     0   0 32
12 - 13 Egill Þorsteinsson 0     0 32   32
13 - 14 Kjartan B Kristjánsson 29   0   0   29
13 - 14 Jónas Guðmundsson   29       0 29
13 - 14 Anton Sigurðsson         29   29
15 Svanur Wilcox         26   26
16 Valgeir Magnússon 26 32       0 26
17 - 18 Jóhann Kristinsson 23 0         23
17 - 18 Edwin Zanen         23   23
19 Helgi Þór Ágústsson         20   20
20 Arnþór Ragnarson         18   18
21 Eyþór Gunnarsson         16 0 16
22 Gunnar Ingi Gunnarsson 0 0   0 14 0 14
  Bernharð Kristinsson     0 0     0
21 Ingi Tómasson   0   0 0 0 0
22 Gunnar Svanbergs       0 0   0
  Karlar Keppnisbátar              
1 Gunnar Svanberg     0 100 100   200
  Konur              
1 Unnur Eir Arnardóttir   100   100 100   300
2 Björg Kjartansdóttir 100 50 0 0 0 0 150
3 Helga Björk Haraldsdóttir 60 60       0 120
4 Eva Leplat 45       60 0 105
5 Klara Bjartmarz 80 0         80
6 Sarah Mcarty   80 0       80
7 Erna Jónsdóttir         80   80
8 Kolbrún 50 0         50
9 Lilja 40     0     40