Kayakklúbburinn, með veglegum styrk frá ÍBR (Íþróttabandalag Reykjavíkur), hefur fest kaup á Lifepak CR Plus sjálfvirku hjartastuðtæki.  Tækið verður geymt á aðgengilegum stað í félagsaðstöðu Kayakklúbbsins í Geldinganesi og verður tekið með í lengri ferðir klúbbsins.

Lifepak CR Plus er alsjálfvirkt hjartastuðtæki, ætlað til almenningsnotkunar og krefst ekki sérfræðiþekkingar þess sem það notar. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli um aðgerðir á íslensku. Lifepak CR Plus tækin er nú þegar að finna hjá öllum aðildarfélögum ÍBR og í flestum íþróttahúsum í Reykjavík.