Út er komin fyrsta íslenska bókin um kajakmennsku, Sjókajakar á Íslandi, eftir Örlyg Sigurjónsson og útgefandi er Kayakklúbburinn.

Í bókinni er ágrip af sögu sjókajakmennsku á Íslandi og síðan er farið skipulega í róðrartækni, björgun, rötun og margt fleira. Margar myndir og skýringateikningar eru í bókinni.

Við viljum benda klúbbfélögum á að hægt er að kaupa hana í GG Sjósport Súðarvogi 42,  Sportbúðinni Krókhálsi 5, Iðnú Brautarholti 8 og M&M Laugavegi.

Verð er 3500 og 10% afsláttur fyrir klúbbfélaga í GG Sjósport og Sportbúðinni. Bókinni verður síðan dreift á fleiri útsölustaði á næstunni.

Útgáfa bókar af þessu tagi er markverður áfangi í kajakmennsku hér á landi og er það klúbbnum mikið ánægjuefni að sjá yfirlitsrit sem þetta útgefið á 30 ára afmæli klúbbsins.

Góða skemmtun.

Stjórnin