Veðurspá er tvísýn á Kjalarnesinu og gæti frestað Hvammsvíkurmaraþoni.  Fylgst verður með þróun næstu klukkutímana og lokaákvörðun birt á korkinum í síðasta lagi kl. 8 í fyrramálið.  Ef af frestun verður keppt kl. 10 á sunnudagsmorgun.

Búið er að kaupa heilt lamb í kjötsúpuna og ná  í útdráttarverðlaun frá 66°N (áttu að vera í boði í Reykjavíkurbikar en þær gleymdust þá), kaupa gos og samlokur. Einnig fá keppendur neyðarblys. Leitun er að annarri keppni þar sem svo vel er hugsað um keppendur. Minnt er á að keppnisnefnd gleymdi alveg að auglýsa keppnisgjald og því er þátttaka ókeypis að þessu sinni.

Ródeóið verður haldið á sama stað og sama tíma og áður hefur verið auglýst. Keppendur þar fá líka samlokur og gos.