Suðureyrarkeppnin - 10 km keppnisróður - er laugardaginn 10. júlí og því fer hver að verða síðastur að drífa sig vestur. Sæludagar á Suðureyri eru haldnir um leið og því nóg um að vera fyrir alla kayakfjölskylduna. Halldór Sveinbjörnsson mótstjóri ætlar að keppa og einnig er örugglega hægt að plata hann til að sýna nokkrar grænlenskar veltur að keppni lokinni, nú eða bara í keppninni sjálfri. Heimsókn á Vestfirði svíkur engan og stemningin í keppninni er ávallt góð.  Ræsing í 10 km kappróðrinum er kl. 13. Að honum loknum tekur Jarlsbikarinn við.

Halldór veitir nánari upplýsingar og er hann með símanúmerið 8946125.

Hugsanlega er þetta í síðasta skipti sem keppnin er haldin á Suðureyri því Ísfirðingarnir hafa verið að velta því fyrir sér að færa keppnina til og halda hana um leið og vorhittinginn í Reykjanesi.