ImageByrjendanámskeið verður haldið í laugardalslauginni helgina 25 og 26 nóv. næstkomandi Í lauginni verður farið í öll helstu öryggisatriði sem þarf að kunna til að geta róið af öryggi um hvort sem er, straumharðar ár eða saltan sjóinn, eins og róðrartækni stuðningsáratök, félagabjörgun ofl. Einnig verður farið yfir báta og búnað sem til þarf eitthvað kvöldið næstu vikuna á eftir,og fer sá hluti fer fram í sporbúðinni Títan, þar sem allur búnaður sem til þarf verður kynntur og skoðaður og leiðbeiningar veittar um rétta notkun hans.
Áhugasamir skrái sig til þattöku með því að hringja í Magnús í síma 8973386 eða með tölvupósti á msig@simnet.is
Kennsla verður í innilauginni í laugardal á laugardag og sunnudag kl. 16-18 . mæting ca. 15-20 min fyrr í anddyri sundlauganna.
Gjald fyrir námskeiðið er kr. 12þús.
Einnig er vakin aathygli á því að æfingin í lauginn næstkomandi sunnudag 19. nóv. getur ekki hafist fyrr en kl 18 en ekki kl.17 eins og venjulega vegna sundmóts, en þá ætlum við að skella okkur í kayakpóló, ég veit ekki enn hvort hægt er að fá lánaðan bolta og mörk í lauginni þannig að ef einhver á nothæfan plastbolta þá er um að gera að mæta með hann. Hjálmarnir eru líka að sjálfsögðu best geymdir á höfðinu á meðan. Held samt að öruggara sé að spila pólóið án ára til að byrja með, þær geta verið skæð vopn í höndum æstra. metnaðarfullra og hæfileikalausra pólóspilara!