Image
Hilmar, Erlingur, Halldór. Mynd: Dóri
Hér fyrir neðan kemur fram að Ólafur B. Einarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í sjókayakróðri karla með sigri á Suðureyri um helgina en í sömu keppni læsti Heiða Jónsdóttir klónum í Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Hún er nú með 180 stig, 80 stigum fleiri en harðvítugir keppinautar hennar í 2.-3. sæti. Miðað við útreikninga keppnisnefndar þarf Heiða aðeins að tryggja sér 21 stig í Hvammsvíkurmaraþoninu til að landa titlinum. Hún gæti sem sagt lent í 12. sæti (22 stig) og samt orðið meistari. Með öðrum orðm þarf hún aðeins að ljúka keppni því aldrei hafa svo margar konur tekið þátt í þessari móður allra íslenskra sjókayakkeppna. Forfallist Heiða af einhverjum orsökum eiga þrjár konur fræðilegan möguleika á að hrifsa af henni Íslandsmeistaratignina; Helga Einarsdóttir (nú með 100 stig), Shawna M. Franklin (nú með 100 stig) og Anna Lára Steingrímsdóttir (nú með 80 stig). Úrslit eru sem sagt alls ekki ráðin í kvennaflokki þótt Heiða hljóti að teljast afar sigurstrangleg.
Hér fyrir neðan fylgja úrslit á Suðureyri og upplýsingar um stöðuna í Íslandsmótinu.

Keppendur í Suðureyrarkeppninni voru 11 talsins, þar af voru fimm konur eða 45% keppenda. Langt er um liðið síðan svo margar konur hafa þreytt kappi í sjókayakkeppni. Þetta eru afar ánægjulegar fréttir en jafnframt umhugsunarefni fyrir sunnanmenn. Hvers vegna skyldu konur vera viljugri til keppnisróðurs fyrir vestan en hér fyrir sunnan? Þetta er ráðgáta sem þarf að leysa hið fyrsta.

Að sögn Halldórs Sveinbjörnssonar voru aðstæður í Súgandafirði með besta móti, krappar öldur, mótbárur og lens. Þeir keppendur sem gátu best lesið í strauma og stefnur í firðinum uppskáru en þeir sem mislásu aðstæður guldu fyrir. Keppendur höfðu á orði að þetta hefði verið "langskemmtilegasta" sjókayakkeppni sumarsins, að því er Halldór greindi frá.

Næsta skipulagða sjókayakuppákoma á Vestfjörðum verður á Reykjanesi þriðju helgina í september. Þeir sem vilja skemmta sér í hópi góðra félaga, takast á við krefjandi aðstæður og læra ný tök á kayakinn sinn, eru hvattir til að mæta. Ferð á Reykjanesið stendur alltaf fyrir sínu.

ImageImage


10 km róður Suðureyri Bátur Tími
Stig
1 Ólafur B. Einarsson Ocean X 1:00:31 100
2 Hilmar Erlingsson Viper Nelo 1:03:38 80
3 Halldór Sveinbjörnsson Rapier 1:16:00 60
4 Pétur Hilmarsson Rapier 1:27:06 50
5 Sigurþór Hallbjörnsson, Spessi Kitiwek 1:27:14 45
6 Halldór Óli Hjálmarsson Sardinia 1:29:21 40
1 Helga Einarsdóttir Inuk 1:28:28 100
2 Heiða Jónsdóttir Inuk 1:29:20 80
3 Karen Guðmundsdóttir Sea Wolf 1:34:58 60
4 Áróra Gustafsdóttir Sea Wolf 1:38:08 50
5 Hildur María Sveinbjörnsdóttir Q boat Lauk ekki keppni



Staðan í Íslandsmeistarakeppninni:


Karlaflokkur Samtals RB Sprettur BessaB Suðureyri
Sæti
1. Ólafur B. Einarsson 380 80 100 100 100
2. Hilmar Erlingsson 200 60 60 80
3. Haraldur Njálsson 180 100 80
4. Gunnar Ingi Gunnarsson 111 26 40 45
5. Guðmundur Breiðdal 95 45 50
6.-7. Þorsteinn Sigurlaugsson 80 80
6.-7. Páll Reynisson 80 40 40
8. Hörður Kristinsson 78 18 24 36
9.-10. Björn Stefánsson 60 60
9.-10. Halldór Sveinbjörnsson 60 60
11.-13. Óskar Þór Guðmundsson 50 50
11.-13. Pétur Hilmarsson 50 50
11.-13. Sveinn Axel Sveinsson 50 50
14. Rúnar Pálmason 47 15 32
15.-17. Sigurþór Hallbjörnsson, Spessi 45 45
15.-17. Viðar Þorsteinsson 45 16 29
15.-17. Ari Benediktsson 45 45
18. Halldór Óli Hjálmarsson 40 40
19.-20. Ingi Sigurðsson 36 36
19.-20. Pjetur Arason 36 36
21.-22. Andri F. Traustason 32 32
21.-22. Eymundur Ingimundarson 32 32
23.-24. Halldór Björnsson 29 29
23.-24. Örlygur Steinn Sigurjónsson 29 29
25. Ingólfur Finnson 26 26
26. Ásgeir Páll Gústafsson 24 24
27.-28 Kristinn Harðarson 22 22
27.-28 Páll Gestsson 22 22
29.-30 Gísli Friðgeirsson 20 20
29.-30 Pétur Hjartarson 20 20
31. Guðjón Björn Guðbjartsson 18 18
32. Ólafur Tryggvi Þorsteinsson 16 16
33. Sigurbergur Jóhannsson 15 15
34. Hjörtur Jóhannsson 14 14
35. Trausti Þorsteinsson 13 13

Kvennaflokkur Samtals RB Sprettur BessaB Suðureyri
1. Heiða Jónsdóttir 180 100 80
2.-3. Helga Einarsdóttir 100 100
2.-3. Shawna M. Franklin 100 100
4.-5. Anna Lára Steingrímsdóttir 80 80
4.-5. Helga Hrönn Melsteð 80 80
6.-8 Karen Guðmundsdóttir 60 60
6.-8 Rita Hvönn Traustadóttir 60 60
6.-8 Þóra Atladóttir 60 60
9.-10. Áróra Gustafsdóttir 50 50
9.-10. Hrefna Ingólfsdóttir 50 50
11. Erla Ólafsdóttir 45 45
12. Erna Jónsdóttir 40 40