ImageEins og flestir vita lést kayakræðari í Hvalfirðinum síðastliðin sunnudag. Þetta slys snertir okkur kayakræðara sérstaklega mikið og vottum við aðstandendum og vinum þess látna samúð okkar.

Slys af þessu tagi fá okkur til að huga vel að því hvernig við getum aukið öryggi okkar í róðri. Fyrir nokkrum árum gaf klúbburinn í samstarfi við Landsbjörg út bækling um öryggismál kayakræðara. Þessi bæklingur er aðgengilegur á heimasíðuni, til hægri er rauður kassi með áletruninni "Öryggis bæklingur". Ég kvet alla og sér í lagi nýja ræðara til að lesa bæklingin og pæla í innihaldi hans.

Í sumar kom svo fram hugmynd frá einum félaga í klúbbnum um að safna saman upplýsingum um fólk, sem gæti verið tengiliðir nýliða. Hugmyndin er sú að þessi hópur samanstandi af fólki sem er tilbúið að taka á móti nýliðum í klúbbnum, taka þá með í róðra og kynna þá fyrir félagsskapnum og sportinu. Upplýsingar um þennan hóp væru svo gerðar aðgengilegar á nokkrum góðum stöðum, s.s. heimasíðu og í aðstöðu klúbbsins. Núna auglýsum við eftir fóki, sem er tilbúið að hjálpa nýliðum fyrstu skrefin. Þau ykkar sem hafið áhuga sendið mér upplýsingar um nafn, síma, svið (sjó/straum) á netfangið jsa@ieee.org. Við munum þá byrja að safna saman áhugasömum tengiliðum og koma þessu verkefni í gang.

Það hefur enn ekkert verið ákveðið um formið á þessu verkefni þannig að ef þið hafið hugmyndir um það hvernig best er að taka á móti nýliðum og kvetja þá og eldri félaga til að taka þátt í hópróðrum og félagsstarfinu þá er það vel þegið.