Image... og ég var ekki viss hvort það væri viðeigandi að setja þetta á netið. Núna hef ég ráðfært mig við fólk með viti og held að það sé í lagi að setja þetta á síðuna.

Heil og sæl

Þann 5. október 2006 samþykkti meirhluti sveitarstjórnar Skagafjarðar að gera ráð fyrir Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Villinganesvirkjun hefur öll tilskilin leyfi þannig að hægt er að hefja framkvæmdir um leið og sveitarstjórn hefur samþykkt aðalskipulagið. Líftími Villinganesvirkjunar er 40 ár. Sótt hefur verið um rannsóknarleyfi til Iðnaðarráðherra fyrir Skatastaðavirkun.

Nýlega var stofnaður í Skagafirði Áhugahópur um verndun Jökulsánna og Héraðsvatna í Skagafirði. Markmið hópsins er að vernda árnar og að þegar í stað verði horfið frá öllum hugmyndum um virkjun þeirra. Þetta er þverpólitískur hópur.

Þeir sem láta sig framtíð Íslands einhverju varða gefst tækifæri að lýsa yfir stuðningi sínum gegn virkjunum í Jökulsánum og Héraðsvötnum á heimasíðu Áhugahópsins http://www.jokulsar.org/ undir linknum "Við segjum nei".

Endilega áframsendið póstinn til annarra stuðningsaðila.

Þriðjudagskvöldið 28. nóvember verður haldinn baráttufundur í Árgarði í Skagafirði. Nánar: www.jokulsar.org

Áhugahópur um verndun Jökulsánna og Héraðsvatna í Skagafirði