Hörpuróður - Sjómannadagurinn 4. júní

Hinn árlegi Hörpuróður verður á Sjómannadaginn, sunnudaginn 4. júní.

Róðurinn verður í umsjá feðganna Þormar Þór Garðarsson og Þórhalls.

Lagt verður af stað frá Skarfakletti kl.12:30 og róið inn að Sjómannasafninu í Reykjavíkurhöfn. Þar verður tekið ágætis kaffistopp og síðan róið til baka.

Einnig er möguleiki að róa frá Geldinganesi inn að Skarfakletti en þá þarf líklega að leggja af stað eitthvað fyrir klukkan tólf til að ná brottfarar tíma við Skarfaklett.

Veðurspáin er Suðvestan 4-5 metrar og skýjaö sem gerir þetta að prýðis róðraraveðri.