Image

Nýliðaferð maí 2007 (myndir og texti frá Heiðu Jóns)

Akkúrat heil níu stykki lögði af stað frá Select rétt uppúr tíu laugardaginn 13. maí 2007. Heilu stykkin voru Jón Skírnir, Heiða, Elín Marta, Sigrún, Daði, Tómas, Stebbi, Gísli og Egill.  Eric heltist svo í lestina við Kerið og þrusaði með okkur þaðan að Hvíta.

Eftir að búið vara að berja í sig kjark og þor var hoppað upp í bátana rétt fyrir neðan ölduna og látið vatnið bera sig niður Illvitann þar sem eitt pent sund var tekið. Sundið dró þó ekki úr mönnum og var hættuförinni niður ánna haldið áfram, enda lítið annað í stöðunni ;S

Í brúarhlöðunum myndaðist allgóð og massíf nýliðasúpa. Þar sem nýliðarnir ákváðu að leiðast í gegn. Það trikk tókst nú ekki betur en svo að bunan fór á hvolf og liðið skaust úr bátunum og flaut í gegn eins og gorkúlur á
sterum.

Þegar búið var að bjarga liðinu frá drukknun og koma þeim í bátana aftur var að bátunum parkerað og stokkið fram af klettunum neðan við brúarhlöðin. Eftir þær hetjudáðir var lallað niður ánna án frekari vandræða og vesens.

Sól og sæla var svo tekin á Drumó meðan driver-arnir redduðu bílamálunum og svo var brunað heim eftir þrusu góðan dag.

Takk fyrir massa hvítárferð

Heiða Jóns

{gallery}2007-05-13-Nylidaferd800-600{/gallery}