Image
Strand í Straumfirði

Sjókayakklúbbferð í Straumfjörð á Mýrum helgina 4-6 júlí 2004.Kayakklúbburinn efndi til sinnar árlegu helgarferðar í júlíbyrjun ,ferðar sem einkum er ætluð byrjendum til að kynnast sjókayaksportinu á skemmtilegu kayakróðrarsvæði með þeim sem vanari eru og hafa öðlast reynslu í ferðamennsku á sjókayak.

 

 

Kayakklúbburinn efndi til sinnar árlegu helgarferðar í júlíbyrjun ,ferðar sem einkum er ætluð byrjendum til að kynnast sjókayaksportinu á skemmtilegu kayakróðrarsvæði með þeim sem vanari eru og hafa öðlast reynslu í ferðamennsku á sjókayak. Ferðanefndin hafði undirbúið og skipulagt ferðina og sett ferðaáætlunina á heimasíðu Kayaklúbbsins ásamt því sem góðar umræður fóru fram á “korknum”,kayakfólksins sín á milli. Straumfjarðarsvæðið er afar viðkvæmt á varptíma þeirra fugla sem þarna eiga sín hreiður og alveg sérstaklega æðarfuglsins. Það er því mjög mikilvægt að kayakróðrarferðir um þetta svæði séu með leyfi og í sátt við landeigendur. Reynir Tómas í ferðanefnd, hafði allan veg og vanda af þeim þætti og var hann jafnframt tengiliður ferðarinnar. Alls mættu 20 sjókayakræðarar til róðra ,flestir strax á föstudagskvöld, og var búið við góðar tjaldaðstæður í Straumfirði. Aðalróður helgarinnar var á laugardeginum og er róðrarleiðin sýnd hér á meðfylgjandi korti. Róðrarleiðin var um 20 km.

 

Image
Leiðarkort

Verulegur hæðarmunur er á milli flóðs og fjöru á þessu svæði eða um 4 metrar . Róðrarleiðin á útleið var fjær landinu , eins og sést á kortinu, vegna útfallsins og síðan sýnist hún sumstaðar liggja yfir land , en það fór á kaf á flóðinu, sem var á heimleið. Milt og gott veður var meginn hluta ferðarinnar, en súld og stundum smárigning, en á heimleið gerði VNV 8-10 m/sek vindstreng af hafi og á móti. Allir sjókayakræðararnir stóðust róðurinn með mikilli prýði . Góður og skemmtilegur hópur og á breiðu aldursskeiði. Um átta kayakræðarahópur réri síðan á sunnudeginum, sunnan varpeyja og í Hjörsey auk þess sem tveir réru á föstudagskvöld út í Þormóðssker og til baka aftur og sumir réruBorgarfjörðinn þveran og í Straumfjörðinn seint að kvöldi föstudags. Myndefni og frásagnir þeirrra ferða eru ekki inni í þessari umfjöllun.

 

 

Image
Straumfjörður

Straumfjörður á Mýrum Á myndinni sést straumröstin í fjarðarmynninu , sem Straumfjörður dregur nafn sitt af. Verulegur straumur er þarna í fjarðarmynninu , einkum á útfallinu. Straumfjörður á Mýrum var um aldir verslunarstaður sveitanna á innanverðu Snæfellsnesi ,Mýra og Borgarfjarðar með ýmsum “ handhöfum verslunarleyfa”, m.a dönsku einokunarverslunarinnar góðkunnu , en verslun lagðist með öllu af þarna um aldamótin 1900 og fluttist þá í Borgarnes. Þar höndla menn enn í dag. Verslunarhúsin voru aðallega á nesinu sem myndin er tekin frá og eru enn sjáanlegar vegghleðslur þeirra , allt frá tímum Hansakaupmanna. Á nútíma er Straumfjörður þekktur fyrir sjóslysið mikla sem varð í september árið 1936, þegar franska rannsóknarskipið Pourquoi Pas ? strandaði á skerinu Hnokka , í ofsaveðri. 39 menn fórust, en einn komst lífs af. Hnokki er rúma 3 km sunnan Straumfjarðar. Handan fjarðar er Kóranes, en fyrir það lá róðrarleið okkar.

 

 

Image
Sólsetur

Miðnætursól í Straumfirði á föstudagskvöld

 

 

Image
Tjaldstæði

Tjaldsvæðið í Straumfirði Byrjað er að gera klárt fyrir laugardagsróðurinn . Lagt var af stað um kl 11.00

 

 

Image
Lagt af stað

Lagt af stað frá StraumfirðiGummi gerir sjóklárt—GPS staðsetning sett inn . Rúmlega er hálf útfallið.Falleg og góð skeljasandsfjara er í Straumfirði

 

 

Image
Tangey

Róðurinn frá Straumfirði er hafinn Í baksýn er Sandey. 20 kayakræðarar leggja í róðurinn. Stillt er í sjóinn . Róið var þvert fyrir mynni Straumfjarðar, en þar sem farið var að nálgast liggjandann var straumröstin hæg og ljúf, en á heimleiðinni í VNV strengnum og á aðfallinu þurftu þeir sem næst landinu réru að taka verulega á yfir straumröstina.

 

 

Image
Tangey

Við Tangey

 

 

Image
Við Tangey

Við Tangey sunnan Álftaness á Mýrum

 

 

Image
Lent í fjörunni

Lending í fjörunni sunnan við Litlabæ á Álftanesi Víðáttumiklar fjörur eru þarna á Álftanesinu og mjúkur skeljasandur . Hópurinn hefur tekið land og stefnt er á kaffipásu og spjall.

 

 

Image
Melgresi

Lending sunnan Litlabæjar á Álftanesi Aðfallið er að byrja og betra að draga kayakana vel upp á sandinn , því hallinn er lítill og sjórinn því fljótur að flæða yfir stórt svæði

 

 

Image
Sögustund

Kaffipása og fróðleikur í melgresinu á Álftanesfjörum Leiðangursstjórinn Reynir Tómas flytur hugvekju um hvernig skemmtilegur kayakróður sem þessi verður til innan félagastarfs Kayakklúbbsins— kayakfólkið hlustar með andakt og verður um margt fróðara . Þarna var gott að stoppa endurnýja kraftana áður en við héldum inn að mynni Borgarfjarðar, sem var næsti áfangi.

 

Image Róið á lygnum sjónum innan við Girðisflögur í mynni Borgarfjarðar

 

Image
Girðisfjörður

Róið með Girðisflögum í mynni Borgarfjarðar Eyjar og sker taka sífelldum breytingum fyrir áhrif flóðs og fjöru og mikið sjónspil að upplifa . Sjókayakróður er engum öðrum sjóferðamáta líkur— friðsæll og frjáls þegar vel viðrar.

 

 

Image
Reynir Tómas

Í Álftanesós Ein hugljómun ferðaplansins var að róa inn Álftanesósinn og síðan með vaxandi flóði alveg inn í Straumfjörð. Í umræðunni á “ Korkinum” fyrir ferðina var velt upp tímasetningum varðandi flóð og fjöru. Hvaða máli skiptir það ?? sögðu róðrarfélagar . Svarið fékkst hér í Álftanesós . Við vorum ekki á réttum stað á réttum tíma og hér dregur Reynir Tómas í land og ákveðið er að meta stöðuna. Það vantaði sjóinn í þessar flæður. Eins og einu sinni var sagt “Kóngur vill sigla , en byr ræður” En þetta var mjög gaman og eftirminnanlegt og í raun “rúsínan í pylsuendanum” á róðrinum.

 

 

Image
Álftanesós

Í Álftanesósnum Hér er fyrsta strand í ósnum . Í baksýn er kirkjan í Álftanesi á Mýrum.

 

 

Image
Álftanesós

Hér höfum við smásaman þokast um 1 km upp í Álftanesflæðurnar eftir því sem aðfallið vex.

 

 

Image
Álftanesflæður

Þegar hér er komið er orðið sýnt að lengra verður ekki komist fyrr en eftir einhverja klukkutíma. Það vatnar tæpast yfir tærnar á Jóa þegar hann stígur úr kayaknum. Ákveðið var að snúa við og hætta þar með við að róa inní Straumfjörð þessa leið. Á útleiðinni, fremst í ósnum, var kominn bullandi ólgustraumur á innleið og var skemmtilegt að þvælast yfir þá ólgu. Þegar út á haf var komið var hafgolan að vinda sig uppí strekkings mótvind sem hélt okkur vel við róðurinn allt inní Straumfjörð. Þessum skemmtilega laugardagsróðri lauk síðan við tjaldstæðið í Straumfirði milli kl. 17 og 18 þann 5. júlí 2004 eftir 20 km sjókayakróður frá Straumfirði með suðurströnd og eyjum Álftaness á Mýrum ,inn í mynni Borgarfjarðar og með ýmsum krókaleiðum til baka. Ástæða er til að hvetja kayakræðara ,einkum hina óreyndari, til þáttöku í ferðum sem þessari og öðlast nauðsynlega reynslu með því móti.

 

 

Texti: Sævar Helgason

Myndir: Guðmundur Jón Björgvinsson og Sævar Helgason