Jónsmessuróður við sumarsólstöður - ld. 21. júní

22 jún 2014 14:40 - 23 jún 2014 01:47 #1 by Jónas G.
Hæ, takk fyrir fínan Jónsmessuróður í gær, hérna eru nokkrar myndir frá honum (það er nú bara gaman að spreyta sig á slæmum birtuskilyrðum).
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2014 12:41 - 22 jún 2014 13:16 #2 by Sævar H.
Þetta varð afbragðs Jónsmessuróður hjá okkur í gær og fram yfir miðnætti. 12 kayakræðarar tóku þátt.
Veður var þungbúið til loftsins og nokkur vindinnlögn. Og það var aðfall.
Vel heppnaður Jónsmessuróður á merkum söguslóðum.
Og takk Gísli og Örlygur fyrir róðrarforystuna

Feinar myndir frá ferðinni en þær bera þess merki að birtuskilyrði voru af skornum skammt
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6027726149516562369
Róðrarleiðin á Jónsmessu 21.6.2014
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2014 11:16 #3 by Gummi
Takk fyrir skemmtilegan róður á söguslóðum.
HÉR eru myndir frá mér.

Kv. Gummi J. og Sólveig

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2014 10:33 #4 by Gíslihf
Ferðin í gær gekk vel og án allra vandamála.
Vestanáttin, líklega um 5-6 m/s, lá inn Hvalfjörðinn og einnig inn í Kjósina þannig að vindur var með okkur inn að Laxá en síðan á móti og var nokkur alda þar sem við lentun á Búðasandi utan við Maríuhöfn. Þaðan var róið upp í vindinn, með ölduna aðeins á hægri hönd til baka. Tíminn var eftir áætlun og lauk róðri upp úr miðnætti og er þetta dimmasta sólstöðunótt sem ég hef róið í.
Þeir sem reru voru Jónas, Marc, Gummi Björgvins og Sólveig, Örlygur, Reynir Tómas, Sævar, Einar og Margrét, Daníel, Bjarni og undirritaður.
Róðurinn var að lengd og erfiðleikastigi eins og venjulegur félagsróður, en umhverfið og sagan varð til þess að hugurinn leitaði um 600 ár aftur í tímann.
Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2014 18:54 #5 by Reynir Tómas Geirsson
Kem upp eftir að sækja þig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2014 14:21 #6 by Orsi
Ég skelli mér. Reynir ég væri til í að fljóta með þér frá Gnesi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2014 09:15 #7 by Marc
Hi Jónas,
Thanks
I'll go to Geldinganes for the lift at 20:00
See you then
Marc

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2014 22:33 #8 by Reynir Tómas Geirsson
Mjög skemmtilegt svæði. Ég gæti tekið einn með mér ef þarf.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2014 22:00 - 21 jún 2014 12:09 #9 by Sævar H.
Það verður logn og þurrt veður á svæðinu annað kvöld.
Ennþá er stefnan hjá mér að taka þátt í þessum Jónsmessuróðri.
Svæðið er einkar fallegt og vel til kvöldróðrar fallið.
En hversu langt inn í Laxárvoginn við komumst annað kvöld verður spennandi.
Láxárvogi svipar mjög til Leiruvogs sem við þekkjum svo vel. þ.e á fjöru er útfiri mikið allt útundir Maríuhöfn eru grynningar ,
Þó eru álar sem rennsli Laxár mynda - en grunnir.
Það er nefnilega háfjara kl. 20:00 .
En þá er bara að róa svolítið fyrir Hálsnesið og með Stömpum.... ef róðrarstjóri er tilkippilegur :-)

Á Laxárvogi skammt utan Maríuhafnar
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2014 19:41 #10 by Jónas G.
Ég ætla að með í Jónsmessuróðurinn, Marc og báturinn geta fengið far með mér (Marc you can get a lift for you and your kayak with me if you want, I will be at Geldingarnes 20:00).
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2014 18:19 #11 by Gíslihf
Það væri ánægjulegt ef Sævar gæti komið og rifjað upp það markvarðasta í kaffistoppinu.
Ég er ekki með rætur eða sérþekkingu á svæðinu, en mun einbeita mér að því að alls öryggis sé gætt og öllum geti liðið vel í róðrinum.
Vart þarf að taka fram að björgunarvesti og klæðnaður fyrir kalt vatn eru grunnkröfur.
Vanir ræðarar sem hafa æft drátt hafi með sér toglínu, en veðurspá er góð og ekki líklegt að á það reyni.
Er ekki viðeigandi að taka síðan upp nestið þegar við komum í Maríuhöfn? (En ekki hafa með sér "svartadauð" á pela!)

Þeir sem sækja báta sína í Geldinganesið ættu að vera þar um kl. 20:15 til að geta mætt uppfrá kl. 21.
Marc var að auglýsa eftir fari - er ekki einhver með festingar fyrir aukabát?
Síminn hjá mér er 8220536 ef ræða þarf eitthvað nánar.
Kv. Gísli H.F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2014 16:08 #12 by Marc
Hello everybody
I have need a lift (me and my kayak) from Geldinganes for the kayak trip on Saturday tonight.
Someone can help me ?
Takk
Marc

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2014 22:54 - 18 jún 2014 23:04 #13 by Sævar H.
Ég er að manna mig upp í að mæta til Jónsmessu róðurs um þetta magnaða og sögulega svæði. En ég á ættir að rekja í þessa sveit - allt aftur á 11. öld og er af þeirri frægu ætt sem kennd er við Fremra-Háls í Kjós

Meðfylgjandi er smá fróðleiksmoli um Maríhöfn sem ég flutti fyrir þá fáu sem náðu landi í Þyrilsey í fyrra sumar og læt ég hana fylgja hér með til uppörfunar og einhvers fróðleiks

Maríuhöfn :
Hvalfjörður sunnanverður býr yfir merkri sögu í aldanna rás.
Eitt af því merkara er Maríuhöfn á Búðasandi sunnan til á Hálsnesi.
Maríuhöfn var stærsti kaupstaður landsins fram á 15. öld. og þar var fyrsta hafskipahöfn á Íslandi
Þarna voru mörg hús vegna verslunarinnar og dregur Búðasandur nafn sitt af því
Ástæður fyrir höfn þarna , voru að sjávardýpi þarna í Hvalfirði ásamt góðu skjóli og hentaði einkar vel fyrir skip miðaldanna sem höfðu djúpristu um 3 metra.
T.d ristu víkingaskipin 1,5 metra
Hansakuggarnir sem notaðir voru ristu um 3 m og mikil skip
Til samanburðar má geta þess að Santa Clara hans Kristófers Kólumbusar risti um 3 m
Það sem gerði þessa staðsetningu Maríuhafnar einnig mjög góða var að samgöngur austur um sveitir voru auðveldar bæði um Kjósarskarð og Leggjabrjót hér undir Botnssúlum.
Og Skálholtsstóll , mannflesta svæði landisins á þeim tíma átti mjög greiðan aðgang þar sem engin stórfljót hindruðu för .
Einnig kom það til að Þingvellir voru í nágrenninu þar sem miklar kaupstefnur voru haldnar árlega í tengslum við þinghaldið.
Í sögunni er oft getið um utanferðir biskupa frá Hvalfirði.
Tengsl Íslands við umheiminn voru um Maríuhöfn í Hvalfirði.
4-6 skip voru í fastri notkun frá vori fram á haust ,en dregin á land yfir vetrarmánuðina og þá innaf Hálslóninu á Búðasandi þar sem verslunarhúsin stóðu.
Miklar rústir er að finna þarna á Búðarsandi frá þessum tíma og hefur Magnús Þorkelsson ,fornleifafræðingur rannsakað svæðið vandlega.
En árið 1402 verður breyting á.
Með skipi sem kemur að utan ,vorið 1402, er farmaður að nafni Einar Herjólfsson ,meðal farþega.
Hann er veikur eða jafnvel dáinn þegar að landi kemur .
Þessi veikindi reyndust vera það sem síðar fékk heitið svarti dauði ,skæð og bráðdrepandi pest .
Strax við komu skipsins barst smit í fólkið á staðnum og sem dæmi um kraftinn í pestinni – þá þegar sr Óli Svarthöfðason reið frá Maríuhöfn ásamt 7 fylgdarsveinum, inn Hvalfjörðinn-komst hann aðeins inn í Botnsvog, þegar hann féll dauður af hestinum og í kjölfarið létust flestir fylgdarsveinarnir.
Fatnaður Einars Herjólfssonar ,var að honum látnum , þarna í Maríuhöfn , fluttar til hans heima.
Það hafði miklar afleiðingar -svarti dauði breiddist út með skelfingar hraða.
Svarti dauði og afleiðingar hans reyndust Maríuhöfn ofviða og hún lagðist af sem höfn.
Þerney og Hafnarfjörður tóku við sem verslunarhafnir.

Horft yfir lónið á Búðasandi og yfir á Búðasvæðið. Í baksýn er Reynivallaháls
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2014 21:36 - 17 jún 2014 21:38 #14 by Gummi
Maríuhöfn er einn af sögustöðum Íslands og ber þar helst að þar er talið að "Svartidauði" hafi komið á land en á Wikipedia segir:
Við Maríuhöfn er talið að ein fyrsta höfn Íslands hafi verið og þar hafi verið stærsti kaupstaður landsins fram á 15. öld. Til Maríuhafnar komu skip Skálholtsstóls. Svarti-dauði barst til Íslands með skipi sem lagði upp í Maríuhöfn árið 1402.
Á miðöldum voru hafskip lítil og ristu grunnt svo auðvelt var að draga þau á land á veturna. Maríuhöfn hefur hentað vel og verið örugg höfn sem lá vel við samgöngum á helstu staði landsins eins og Þingvelli, Skálholt og Viðey. Fremst við fjöruna á Hálsnesi eru höfðar og milli þeirra er sjávarkambur sem nefnist Búðasandur. Þar er einnig örnefnið Maríuhöfn. Þar eru rústir fornra búða.

Og á ferlir.is segir meðal annars:
Maríuhöfn mun hafa verið mesti kaupstaður landsins á miðöldum, fram á 15. öld. "Rústir staðarins eru ofan við Búðasand og er Maríuhöfn við suðausturenda sandsins. Skip sem þangað komu voru dregin inn á poll inn af sandinum. Þarna er talið að haffær skip hafi verið smíðuð á landnámsöld, enda viður tiltækur. Árið 1402 kom skip (Hvala-) Einars Herjólfssonar í Maríuhöfn og flutti með sér svartadauða.

Á ferli.is er mun meiri fróðleikur um staðin og má nálgast hann HÉR

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2014 19:08 #15 by SPerla
Skv. fréttum frá Eyrarkots síðunni (www.eyrarkot.is) er þetta flotbryggja í bátavíkinni neðan við Eyrarkot sem kom í gagnið 2012.

Þakka Gísla HF kærlega fyrir að taka að sér róðrarstjórn þar sem ég á ekki heimangengt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum