Viðeyjarhringur - Áskorun

14 mar 2014 21:26 #16 by Gummi
Replied by Gummi on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Hver var aftur lengsti tíminn ?
Hef sett stefnuna á að ná að toppa hann með viðkomu í messu í Viðeyjarkirkju og hæfilegu kaffi og kex stoppi í brekkuni á eftir ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2014 20:35 #17 by SAS
Replied by SAS on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Viðeyjaráskorun í dag...

Rockpool Taran, Epic vængár
Vegalengd 9,45 km
Tími 59:19 mín
Meðalhraði 9,5 km
Max hraði 12.3 km

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 23:28 - 04 mar 2014 23:29 #18 by Gíslihf
Nei, nei ekki halda að ég hafi slegist í spretthópinn!

Ég vildi aðeins geta þess að Örlygur var með mér undir Gullinbrú að fást við strauminn þar og með mér í félagabjörgun við þær aðstæður. Þegar ég fagnaði því að ljúka róðri við Eiði, búinn að fá nóg erfiði, brá Örlygur sér í Viðeyjarhringin, sem hann getur um hér á undan.
Segja má um Örsa eins og ort var um merkan mann fyrrum:
"Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur,
víða trúi ég hann svamli, sá gamli
."

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 22:07 - 04 mar 2014 22:08 #19 by SPerla
Replied by SPerla on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Maður fer ekki að vera maður með mönnum nema að taka þátt í Viðeyjar áskorun. - Það verður bara skemmtilegra og skemmtilegra að fylgjast með þessum þræði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 21:24 - 04 mar 2014 21:26 #20 by Ingi
Replied by Ingi on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Við Marc tókum léttan hring um Viðey.
Vegalengdin var 9,6
meðalhraði 8,0
tími 70 mín
mesti hraði 11,3

Marc var á klúbbbátnum og með ár í stíl, en ég var á Whiskey 16 með príon vænginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 21:17 - 04 mar 2014 21:25 #21 by Orsi
Replied by Orsi on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Flottir tímar þarna hjá hraðmönnunum. En botnbaráttan er ekki síður grimmileg og ég hífði mig upp úr neðsta sætinu með geypilegum hraðróðri í kvöld.

Meðalhraði var 8,1 km.
Max hraði var 12,2 km.
Tíminn var 68 mín

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2014 18:42 #22 by eymi
Replied by eymi on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Viðeyjaráskorun í dag....

Valley Rapier 20, Epic vængár
Vegalengd 9,5 km
Tími 55:10 mín
Meðalhraði 10,36 km
Max hraði 12.2 km

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2014 16:23 - 01 mar 2014 16:26 #23 by olafure
Replied by olafure on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Fór hringinn í morgun á Zedteck XL, GPS tölur: 10,1 km, tími 57:30 sek, meðalhraði 10,5, max hraði 13,3 km/klst, meðalpúls 143.
Ég hitti Pál R sem var að segja mér frá sínum hring og áttaði mig á því að ég hafði róið frá fjörunni og endað þar en ekki frá staurunum eins og á að gera!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 feb 2014 18:43 #24 by Páll R
Replied by Páll R on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Fimmtudaginn 27. feb stóð til að taka Viðeyjaráskorun.
Fór á mínum ExplorerHV með heimasmíðaða grænlenska ár.
Tíminn mældur á venjulegt armbandsúr var 61 mínúta. Þótti mér það vel af sér vikið. Enginn GPS-mæling fór fram. Veður var ákjósanlegt, ANA gola, og nálægt háflæði.
Er ég seinna las nánar hvaðan skildi halda, þ.e. frá bryggjustaurunum, en ekki Fjósaklettum eins mín tímataka miðaði við, sljákkaði heldur í mér. Eftir vegalengdarmælingu á korti var ljóst að Viðeyjarhringurinn frá og að Fjósaklettunum er um 8.3 km. Miðað við að halda sama meðalhraða þá hefði ég því verið a.m.k. 70 mínútur.
Þetta er nú einna lengstur skráður tími á þessum þræði, að undanskildum 73 mín hjá Örlygi. Hann réri reyndar í allhvassri N- eða NA-átt ef ég man rétt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2014 21:03 - 26 feb 2014 21:14 #25 by Klara
Replied by Klara on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Undirrituð, í góðum félagsskap, "brunaði" Viðeyjarhring í gær og gerði sitt besta til að halda Eyma og Svenna í sjónmáli. Óvísindalega tímamæling á símanum hans Gunna skilaði okkur hringnum á 69 mín. Næst verður vísindaleg tímamæling með vitnum.

Skora á fleiri að taka þátt, skemmtileg og góð æfing. Gaman að vera með á eigin forsendum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2014 22:09 - 26 feb 2014 14:02 #26 by eymi
Replied by eymi on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Viðeyjaráskorun tekin í dag....

Valley Rapier 20, Epic vængár
Vegalengd 9,4 km
Tími 55:30 mín
Meðalhraði 10,16 km
Max hraði 12.6 km

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2014 19:58 #27 by SAS
Replied by SAS on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Við vorum nokkur sem rérum hringinn í dag:

Réri á Rockpool Taran með vængár

Vegalengd:9,45 km
Tími: 59, 31 mín
Meðalhraði 9,4 km/klst
Max hraði: 12, 1 km/klst
Vindur: A 4-5 m/s

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2014 19:31 - 17 feb 2014 19:32 #28 by eymi
Replied by eymi on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Mánudagurinn 17. feb. 2014

Réri Viðeyjarhring á Valley Aquanaut Club með eigin vængár.

Byrjaði á að róa norður fyrir Viðey með 6 - 8 m/s austan, en á bakaleiðinni jók í austan vindinn og ég er nokkuð viss um að hann fór uppí 10 - 12 m/s. A.m.k. var vindur þannig að vindaldan beint á móti var um 40 - 60 cm og öldutoppar brotnuðu og úðuðust yfir mann þegar þær skullu á byrðingnum.

Vegalengd:9,6 km
Tími: 69 mín
Meðalhraði 8,35 km/klst

Boltinn er þá hjá næsta manni :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2014 13:56 #29 by palli
Replied by palli on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Glæsilegt !

Ég er ekkert að beila á þessu. Er bara búinn að vera upp fyrir haus í öðru síðustu daga. Minn tími mun koma ! Það væri reyndar enn skemmtilegra ef fleir tækju þetta í klúbbbát og líka með klúbbár - til að hafa aðstöðumun milli ræðara sem minnstan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2014 20:40 - 17 feb 2014 19:48 #30 by SAS
Replied by SAS on topic Viðeyjarhringur - Áskorun
Tók áskoruninni þinni Palli. Núna ertu búinn gera þetta að keppnis milli ræðara :-) Þú ert næstur Palli og þú líka sem lest þetta.
Réri þetta á Valley Aquanaut Club, en með eigin vængár.

Vegalengd:9,4 km
Tími: 66, 34 mín
Meðalhraði 8,5 km/klst
Max hraði: 10, 2 km/klst
Vindur: NA 4-5 m/s

Palli! Boltinn er þinn.

kveðja

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum