Langar að byrja, bollaleggingar og nokkrar spurnin

01 okt 2012 13:09 #1 by Gunni
Fullt af sögu í þessu samansafni mbl greina. Þetta skjal var ég fyrst að sjá núna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2012 11:31 #2 by Steini
Ef menn sætta sig við að halda sér eingöngu sunnanundir Heimakletti í skjóli af höfninni og nýja hrauninu, er þetta vel fært byrjendum.

Ég réri til Vestmannaeyja seint á síðustu öld, vorum tveir saman. Rérum reyndar fyrst í Bjarnarey og gistum þar, rérum svo yfir í Heimaey daginn eftir. Þegar við rérum á milli lands og eyja fórum við á liggjandanum, enda vissum við af þessum miklu fallstraumum sem eru við eyjarnar, þ.e. austur- og vesturfallið. Þannig að ferðin yfir í Eyjar gekk vel í góðu veðri. Ferðin daginn eftir frá Bjarnarey og yfir í Heimaey var ekki jafn vel plönuð, við vorum búnir að láta vita að við kæmum fyrir Skansinn um hádegi, en á þessum tíma var hörku austurfall og þegar við vorum búnir að setja á flot við Hvannhilluna í Bjarnarey sá maður ekki yfir í Heimaey vegna þess hvað sjórinn bunkaðist upp fyrir framan okkur vegna straumþungans.

Allt fór þetta þó vel, en með þessu vill ég leggja áherslu á að róður í kringum Eyjar er ekki á hvers manns færi ekki eingöngu vegna veðurfars heldur ekki síður vegna strauma.

Kayakróður var reyndar stundaður mikið við Eyjar um og uppúr stríði, meðal annars gamall frændi minn; Friðrik Jesson, stundaði svartfuglsveiðar af kayak. Síðan urðu slæm slys í Eyjum og kayakróður lagðist af, frændi minn tók sinn bát og braut hann svo enginn færi sér að voða á honum .

Með þessu er ég alsekki að drag ú mönnum að stunda kayakróður í Eyjum, en menn þurfa að öðlast mikla leikni áður enn þess verður notið til fulls.

Sögurnar af þessum óhöppum má lesa um í gömlum Morgunblöðum sem eru aðgengileg hér á heimasíðunni. www.kayakklubburinn.com/Kayak_mbl.pdf Á blaðsíðu bls. 38 gerist 1951.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 sep 2012 11:10 - 30 sep 2012 11:11 #3 by SiggiG
Takk fyrir svörin, ómetanlegt að heyra frá mönnum með reynslu.

Eins og þið minnist á þá er eina vitið að byrja "almennilega", með námskeiðum og með því að róa með fólki sem veit meira.

Ég hef líka tekið eftir því hversu fljótt skiptir um veður hérna við Eyjar, eina stundina er kannski sólskin og logn (eða næstum því, hér í Eyjum er logn álíka algengt og hvítir hrafnar) og tíu mínútum er komið hífandi rok með rigningu og látum! Skoða veðurspár og vera búinn fyrir breytingar í veðri og sjó, það held ég að sé góður punktur hjá ykkur.

Var búinn að heyra um kajakleiguna sem var hér til skamms tíma, en hún er hætt að því er ég best veit. Því miður, það hefði verið frábært að fá að prófa svolítið vel áður en ég fjárfesti mikið. En svona er þetta bara.

En takk aftur fyrir svörin, met þau mikils.

Kveðja,

Siggi G

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 sep 2012 10:41 - 30 sep 2012 12:43 #4 by Ingi
Það er litlu við þetta að bæta sem Halldór og Lárus segja en þar sem ég þekki aðeins til í Eyjum þá læt ég nokkur atriði flakka.

Ég fékk kayak lánaðan í Eyjum fyrir nokkrum árum. Þá voru náungar sem áttu og leigðu kayaka þarna. Hvort þeir eru enn að veit ég ekki en það má athuga það.

Kostir og ókostir Eyjanna sem róðrarsvæðis liggja í augum uppi. Stórkostleg náttúrufegurð en á móti kemur breytileg veðrátta. Annaðhvort er nýbúin bræla eða skammt í næstu og veðurglugginn þar á milli er stundum frekar lítill.
Veðurspár eru samt alltaf að batna og hægt að sjá með ágætum fyrirvara þróunina á vefsvæðum veðurstofunnar, belgings og
www.sigling.is/vs/LandeyjarMyndir/Default.aspx?startPlace=0 t.d.

Áður en farið er í mikla fjárfestingu er klókt að koma í félagsróður og splæsa í námskeið hjá Magnúsi.

Bkv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 sep 2012 22:01 #5 by Larus
Sæll Siggi
Þetta virkar sem góð byrjun hjá þér þe að spyrja ráða.

Varðandi búnað þá er þurrgalli málið –þá er hægt að fá i ýmsum verðflokkum, td. í GG sjósport, tvískiptir gallar eru fínir þangað til þú endar í sjónum þá fer að leka inn, björgunarvesti er staðalbúnaður, enginn afsláttur á því, hetta er nauðsynleg, þú getur haft hana um hálsinn ef þér er of heitt en þá veistu líka hvar hún er ef þú þarft að nota hana, húfa getur flotið frá þér. Svuntan er líka staðalbúnaður, hún ver bátinn í öldu, hjálmur er líka góður, kanski ekki nauðsynlegur i góðu veðri en i öldu er gott að hafa hann, ef þú þarft að taka land i öldu er hann góð trygging ef þú hrasar eða rekur þig í.

Eins og Halldór kemur inná þá er opið haf við Vestmannaeyjar ekki neitt fyrir einfara og því síður fyrir byrjendur en þú verður að byrja einhverstaðar, byrjenda námskeið hjá Kayakklúbbnum er góð byrjun og það væri gott að geta mætt i félagsróðra i Reykjavík þar eru menn allir af vilja gerðir að miðla til byrjenda.
Svo er rétt að benda á Reykjanes hittingin vor og haust þar er frábær vettvangur til að hitta aðra ræðara og læra af þeim.

Annars er mjög misjafnt hvað menn kunna fyrir sér til að njóta róðursins málið er að sníða sér stakk eftir vexti mtt. hvaða aðstæður menn vilja leggja útí, það eru ræðarar sem hafa róið þúsundir af kílómetrum og notið hvers einasta án þess að velta eða lenda í klandi, það er spurning um að þekkja eigin takmörk.
Að vera einn og ætla að ná árangri í tækni er erfitt eða amk krefst mikillar elju og þjálfunar, í Reykjavík höfum við aðstöðu i sundlaug til þjálfunar og svo eru félagarnir ómetanlegir þegar verið er að kanna ný trix og æfingar en eins og ég sagði þá þarf maður ekki að kunna allar æfingarnar til að njóta róðrarins.
En fyrir þig er aðeins ein leið, það er að fá þér bát, fara á námskeið og byrja, það má æfa lengi og hafa gaman að hlutunum i fjöruborðinu þannig að ef illa fer er hægt að redda sér, smátt og smátt vex getan og þú getur farið lengri túra.



Kv
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2012 08:39 #6 by halldob
Sæll
Þar sem ég er ekki aktívur núna í kayakklúbbnum og dottinn úr æfingu ætla ég ekki að tjá mig neitt um aðstæður í Vestmannaeyjum eða námskeið hjá klúbbnum. Þó vil ég segja að róður fyrir opnu hafi við Vestmannaeyjar er ekki fyrir byrjendur eina á ferð. Áætlun þín um að taka þátt í námskeiðum og fá þjálfun hjá klúbbfélögum er hins vegar mjög góð byrjun, enda fjölmargir kayakræðarar í klúbbnum sem hafa mikla reynslu og þekkingu á erfiðum aðstæðum og eru tilbúnir til að miðla henni til nýliða.
Hins vegar get ég sagt þér að linsur getur maður notað á kayak án vandkvæða. Ég réri mikið hér á árum áður og æfði veltur og ýmsar björgunaraðgerðir í sjónum og alltaf með linsurnar. Sjórinn er saltur og því finnur meður ekki fyrir óþægindum þó maður fari á kaf og þarf ekki einu sinni að loka augunum. Linsurnar tolla á sínum stað. Ég týndi bara einu sinni linsu, en það var á sundlaugaræfingu, en klórinn í sundlaugarvatninu þurrkar linsurnar aðeins. Samt notaði ég linsurnar yfirleitt á þeim æfingum líka án vandkvæða.
með kveðju
Halldór Björnsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2012 21:02 #7 by SiggiG
Komið þið sæl.

Er nýr hér á spjallinu, er ekki bara um að gera að byrja á byrjuninni? :)

Mig hefur lengi langað til að fá mér sjó-kajak, leigði mér einn slíkan tvisvar sinnum fyrir einum 10-15 árum síðan og æ síðan hefur bakterían skotið upp kollinum með reglulegu millibili.

Og nú finnst mér að nú sé komið að því að gera alvöru úr hlutunum.

Þessvegna langar mig að gauka að ykkur nokkrum spurningum um hluti sem ég hef verið að velta fyrir mér.

* Ég fluttist til Vestmannaeyja fyrir rúmu ári síðan, hefur einhver reynslu af því að vera með kayak hér?
Ég ímynda mér að sjórinn hér í kring geti verið býsna varhugaverður, sérstaklega fyrir byrjendur. En ef varlega er farið, er samt ekki fullkomlega raunhæft að vera kayak maður hérna?

* Ég hafði hugsað mér að taka mér tíma næsta sumar og koma til Reykjavíkur og taka þátt í byrjendanámskeiði og jafnvel vera með í félagsróðri oþh, ná mér í góða reynslu undir leiðsögn áður en ég hætti mér af stað einn og óstuddur hér í Eyjum.
Getið þið upphugsað eitthvað "prógramm" sem ég gæti náð á ca. einni viku í Reykjavík (eða hugsanlega með því að koma tvisvar-þrisvar í höfuðborgina)? Hvaða námskeið eru í gangi yfir vor/sumartímann?

* Nú nota ég linsur, hvernig hafa menn (og konur) leyst það? Þá er ég að hugsa um þau tilfelli sem maður veltir, eða fær vænar gusur í andlitið. Eru til einhver gleraugu til að nota (önnur en hreinlega sundgleraugu)?

* Og þessi klassíska spurning; hvaða basic búnað þarf hver kayakeigandi að hafa? Þurrgalli, björgunarvesti, hjálmur, svunta... eitthvað fleira sem þið mynduð segja að væri algjört "möst"?

Læt þetta duga í bili, kærar þakkir.

Siggi G

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum