Elliðaárródeó og Reykjavíkurbikar

23 apr 2009 15:28 #1 by Rúnar
Mér hefur ekki tekist að koma frétt um keppnirnar á fréttasíðuna og því birtist þetta fyrst hér. Nánari upplýsingar koma síðar. Athugið að keppendur geta unnið sér inn glæsileg útdráttarverðlaun.

Elliðaárródeó og Reykjavíkurbikar - Sumarhátíð Kayakklúbbsins

Keppt verður í Elliðaárródeóinu 30. apríl og um Reykjavíkurbikarinn 2. maí og þar með hefst sumarstarf Kayakklúbbsins. Að þessu sinni geta keppendur hreppt útdráttarverðlaun frá Cintamani, Sportbúðinni og 66° Norður. Rúsínan í pylsuendanum er þyrluæfing með Landhelgisgæslunni.

Elliðaárródeóið hefst klukkan 13:30 fimmtudaginn 30. apríl við holuna í Elliðaá, sem er á bak við stóra geymsluhúsið og fyrir neðan Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal. Keppendur þurfa að mæta klukkan 13:00. Ródeóið er ávallt hin besta skemmtun og góð upphitun fyrir sumarsullið. Í boði eru eftirsóttir bikarar og verðlaunapeningar. Cintamani gefur útdráttarverðlaun.

Sumarhátíð Kayakklúbbsins í Geldinganesi hefst klukkan 10 þegar keppendur í Reykjavíkurbikarnum verða ræstir. Keppt er í tveimur vegalengdum, 10 km og 3 km. Sportbúðin og 66° Norður gefa útdráttarverðlaun. Keppendur í 10 km vegalengd þurfa að mæta á svæðið a.m.k. hálftíma fyrir keppni. Ræst er í 3 km keppninni klukkan 10:15. Eftir keppnina verður boðið upp á grillaðar pulsur og gos og hugsanlega kaffi og sætabrauð.

Skráningargjald er 500 krónur.

Klukkan 12 mætir þyrla frá Landhelgisgæslunni á svæðið og mun þyrlusveitin og kayakmenn æfa björgun af sjó, m.a. verður \"slasaður\" kayakmaður hífður úr kayak og upp í þyrluna. Æfingin er liður í öryggisstefnu klúbbins. Æfing sem þessi er bæði gagnleg en það er ekki síður skemmtilegt fyrir kayakmenn að finna á eigin skinni hvernig sjóbjörgun með þyrlu fer fram.

Meðan á hátíðinni stendur gefst áhugasömum kostur á að prófa kayaka frá Sportbúðinni.

Eins og ávallt þegar keppt er um Reykjavíkurbikarinn verður boðið upp á pylsur og gos að lokinni keppni.

Post edited by: Rúnar, at: 2009/04/23 08:41<br><br>Post edited by: Rúnar, at: 2009/04/23 11:02

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum