Æfing 15. apríl '09.

22 apr 2009 05:38 #1 by Ingi
16 km. + veltur. Sjórinn að hlýna. Ekki frá þvi að sumarið hafi komið á meðan við fórum út fyrir Engey. Allavega breyttist veður mjög á skömmum tíma úr SV 10ms og hagléli í hæga breytilega átt og sól með sléttum sjó. Veltur teknar og múkkinn alveg hissa.

picasaweb.google.com/IngiSig/Downloads#5327274172385281314

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 apr 2009 03:52 #2 by eymi
Frábær róður.. 9 bátar á sjó, barningur á móti alveg út fyrir Engey og þegar menn ætluðu að fara að njóta meðvinds á bakaleiðinni datt bara allt í dúnalogn :huh:

Á sjó fóru Ágúst Ingi, Eymi, Gísli HF, Gísli K, Gunnar Ingi, Lárus, Palli, Sveinn Axel og Örlygur.

Takk fyrir túrinn félagar!<br><br>Post edited by: eymi, at: 2009/04/22 09:56

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2009 01:23 #3 by Gíslihf
Við stefnum að æfingu á sama tíma og oft áður, kl. 16:00/16:30 frá Geldinganesi, þrd. 21. apríl.
Verður rigning? Ég held ekki en það breytir engu, þetta er blautt sport hvor eð er. Verður rok? Vindi er spáð innan okkar marka, en það er einnig í lagi því að við róum oftast undan vindi!
Svo er þetta líka hluti af \&quot;andlegri upphitun fyrir BCU undirbúnining um næstu helgi\&quot;, sem við höfum margir skráð okkur í. Þeir segja \&quot;þetta veitir engin réttindi, engin fríðindi..\&quot; en ég segi - ekkert nema skemmtun og aukna færni og sennilega nokkrar rispur á bát og hjálm!

Kveðja, sjáumst,
Gísli H F

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 apr 2009 17:55 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
Ég vona að enginn hafi misskilið mig og haldið að raddir vorsins frá tjaldi, sendlingi og lóu eða lundinn ljúfi og birta vorsins á haffletinum hafi eitthvað verið að mýkja mig upp. Það að henda sér í sjóinn og taka land við grýtta strönd kalla ég æfingu en ekki kaffistopp. Það að reyna handveltu nær berhöfða í 5°C sjó (Örsi) kalla ég einnig æfingu en ekki kaffistopp í heitum potti.
Vandræði mín eru þó að þessi hópur sem ég hef átt þátt í að hvetja áfram er farinn að stinga mig af, líklega þarf ég, sem er fæddur á fyrri hluta síðustu aldar þótt ég gleymi því jafnan í hita leiksins, heldur lengri þjálfunartíma en þessi yngri kappar.
Að lokum, hver á morgundaginn vísan?
Veltu þér í dag, þú veist ekki hvort þú kemst á sjó á morgun!
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 apr 2009 05:29 #5 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
Sumarblíða... og gaman að stíga á land í Lundey.
Hörku róður þar sem menn héldu um 9 km hraða í nokkra kílómetra, ekki satt Ingi? :)

Tók nokkrar myndir og setti á Fésbókina..

www.facebook.com/album.php?aid=22015&...15&id=1269463063

veit ekki hvort þessi linkur virkar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 apr 2009 04:40 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
sumarlegt um að litast á sundunum. lundinn kominn. einhverjar skotglaðar skyttur voru búnir að plaffa á greyin svo að fiður og fuglshamur flaut um allt rétt norðan við Lundey.\&quot;We have to kill something!\&quot; sagði einn um daginn. Það hefur ekki verið mikið kjöt á þessari bráð. Geta menn bara ekki fengið sér kjúkling eins og siðaðir menn? Róið upp að Brimnesi og tilbaka með við komu í Lundey á útleið. Allar veltutegundir teknar í veltuvík og allir nema undirritaður vöknuðu. 14,2km á GPS. Spegilsléttur sjór og mikið fuglalíf og skothvellir í fjarska.

Hörður, Gísli H.F., Eymi, Ingi, Lárus og Orsi komu sterkir inn.

File Attachment:
<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/04/16 13:49

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2009 06:09 #7 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
Stinga má uppá enn einum róðrinum.. Reyndar á Lárus hugmyndina. Við getum kallað það \&quot;Vagg &amp; Veltu róður\&quot; :silly:

Reyndar á helst ekkert að róa, a.m.k. eins stutt og mögulegt er. Hittast þegar vont er veður og róa þangað sem styst er í eitthvert öldurót og æfa þar veltur, félagabjörgun, reentry og fleira í þeim dúr.

Það er t.d. ekki langt í Fjósaklettana :laugh:<br><br>Post edited by: eymi, at: 2009/04/15 13:21

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2009 04:20 #8 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
Róðrartegundirnar eru með blóma þennan veturinn; félagsróðrar, æfingaróðrar, raðróðrar, næturróðrar, gamlársróðrar og hringróðrar (t.d. Borgarfjörðurinn) - bara ágætar mætingar í þetta allt saman.

Þeir eru ágætir hugmyndasmiðir Gísli fyrir æfinga- og hringróðra, og Andri fyrir að blása lífi í raðróðra. Þessar róðrartegundir eru sannarlega fallnar til að veita kröftum hinna lengra komnu ögn meiri viðspyrnu en tíðkast í félagsróðrum þar sem hugað er að væntingum nýja félagsfólksins.

Nú, það er best að hafa þessi orð ekki lengri en sökum þess að ég er öfundssjúkur maður og vil ekki vera minni maður en Gísli og Andri, að þá vil ég líka finna upp eina gerð af róðri. Og nefna hana kaffiróður.

Kaffiróður er skemmtilegur. Hann er afbrigði af félagsróðri nema hvað nú er meira hugað að pásum. Róið er styttra í hverri lotu og pásurnar hafðar ívið lengri en í félagsróðrum. Þetta er að sjálfsögðu kjörinn vettvangur fyrir þá sem unna góðu kaffi eða te en vilja minna tala um báta og galla í kaffistoppum. Þema maímánuðar í kaffiróðrum verður: Afríka.

Hámarksvegalengd eru 6 km. Lágmarkstími í hlé er 30 mín.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2009 02:58 #9 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
Þetta er frábær hugmynd að reyndir ræðarar æfi utan félagaróðursins. Það verða væntanlega bætingar hjá þeim sem hafa verið duglegir í keppnum sumarsins.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2009 01:59 #10 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
Þegar við hófum þessar æfingar í jan. s.l. var dimmt og oftast kalt og því gott að byrja fyrr en síðar. Hópurinn var lítill og flestir virtust geta samið um að hætta fyrr einn dag í viku. Miklu munaði að hætta rétt fyrir kl. 16 fremur en rétt eftir kl. 16 vegna umferðarþunga, loks var reynt að geta komið heim um kvöldmat þótt með seinna fallinu væri. Ætlunin var að róa í um 2 klst. en oft hefur róðurinn varað í 2,5 tíma og mest í 3 tíma þegar við lentum í miklum barningi móti vindi.
Talað var um að byrja hálftíma síðar þegar færi að birta en ekki hefur orðið af því. Til samanburðar má nefna að flestir hlaupahópar fara út kl. 17:30 þ.e. einum tíma síðar en við, en þeir hlaupa venjulega ekki lengur en í um eina klst.
Þetta eru helstu rökin fyrir tímasetningunni en nú er líklega aðeins eftir um einn mánuður af tímabilinu enda var markmið æfinga að vera betur búinn undir sumarferðir, auk almennrar líkamsræktar og þrekþjálfunar.
Ég styð það að þetta verði tekið upp í haust og ef fjöldinn er nægur mætti hafa tvo æfingahópa, sem væru hvor með sinn tímann.

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2009 01:12 #11 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
Ég spyr kanski eins og kjáni en eruð þið ekki í vinnu ?
Kl 16 eru flestir enn í vinnuni, amk ég

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2009 23:38 #12 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
ef mönnum tekst að vera lagðir af stað kl 1630 þá má reikna með að vera kominn til baka um 1900. mikill vindur getur breytt áætlun töluvert :pinch:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2009 23:05 #13 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Æfing 15. apríl '09.
Hvað hafið þið verið að taka langan tíma í svona æfingar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2009 04:11 #14 by Gíslihf
Ég stefni að æfingaróðri á miðvikudag 15. apríl, tíminn er óbreyttur, þ.e. mæting um 16:00/16:30 á sjó.

Það er gott að hvíla þriðjudaginn núna eftir þessa löngu helgi. Ég vonast til að sjá einhverja félaga sem vilja nokkuð þétta æfingu, en veit reyndar að Svenni kemst ekki.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum