Alþjóðlegar keppnir

10 apr 2009 17:04 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Alþjóðlegar keppnir
Það vill svo til að það er verið að vinna í því að gerast aðilar að ICF (International Canoe Federation) í gegnum SÍL, þegar það er í höfn ætti ekkert að vera því til firirstöðu að sækja mót á erlendri gund og eins að laða erlenda keppendur að okkar mótum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2009 15:51 #2 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Alþjóðlegar keppnir
Það er í raun mjög skrítið að Ísland skuli ekki vera þátttakandi í alþjóða kayak samfélaginu í gegnum alþjóða sambönd og þær uppákomur sem þau standa fyrir. Þegar hin norðurlöndin eru skoðuð kemur í ljós að það er mjög rótgróin og mikil menning á bak við kayakíþróttina hjá þeim enda hentar þetta sport að mörgu leiti vel fyrir þessar þjóðir. Finnar, Norðmenn og Danir eiga öll keppnismenn í fremstu röð í heiminum í hinum ýmsu greinum. Í löndunum eru starfræktir mjög margir klúbbar og í öllum löndunum er ólíkt því sem er hér á landi starfrækt kayak sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar, líkt og t.d. handboltasambandið hér. Undir samböndin flokkast mismunandi kayak greinar eins og Póló, slalom, K1, C1, marathon og sjókayak. Siglingar á skútum eða tvíæringum eru alveg sér. Marathon á sjó er ótrúlega skemmtileg grein og það væri gaman að fá einhverja erlenda keppendur í Hvammsvíkur marathonið. Þessi keppni á Madeira virðist vera ótrúlega spennandi, einn sigurvegarinn eitt árið var í öðru sæti á hm k1 báta á síðasta ári þannig að menn eru að flakka á milli greina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2009 04:29 #3 by Ingi
Alþjóðlegar keppnir was created by Ingi
hér er linkur á hinar ýmsu keppnir ef menn hafa áhuga og tíma til að standa í svoleiðis málum.Gaman væri að sjá Islending keppa einhverntímann á alþjóðlegu móti :ohmy:

www.canoeicf.com/calendar/?display=list&.../1999,Calendar/1371/


www.madeiraemcanoa.com/ENG/index.html

(myndalinkur undir photos til vinstri)

Post edited by: Ingi, at: 2009/04/05 21:37<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/04/06 12:07

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum