Borgarfjörður annan dag páska.

14 apr 2009 19:40 #1 by eymi
Bara helvíti góður túr.. sem á tímabili leit út fyrir að verða bara góður bíltúr :)
En það var ákveðið að róa eitthvað út og skoða aðstæður og úr varð þessi fína æfing í góðu ölduróti á köflum og innanskerja rólegheitum.<br><br>Post edited by: eymi, at: 2009/04/14 12:44

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2009 04:16 #2 by Sævar H.
Takk fyrir ferðasöguna og áhugaverðar og góðar myndir. Mæli með að bíða sumars með að sigra þverun Borgarfjarðar einkum ef hann er róinn tvívegis sama daginn. Það hefði verið gaman að fá mynd af nautasviðasultuátinu sem Gísli H. lýsir svo matarlega...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2009 04:06 #3 by Orsi
Og til fyrirmyndar hvað allir voru vel útbúnir. Hjálmar, varaárar, toglínur og sjúkragögn, kort, fjarskipti, gps tæki og heitur matur í hádeginu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2009 03:50 #4 by SAS
Fleiri myndir frá því í dag á
picasaweb.google.com/sjokayak/20090413Ra...BelgsholtOgNagrenni#

Þótt ekki náðust markmið dagsins, þá var þetta enga síður góður róður, mikið fuglalíf, sérstaklega var grágæs, blesgæs og margæs áberandi. Sjólag var krefjandi á köflum, góð æfing.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2009 03:24 #5 by Gíslihf
Sjö ræðarar héldu upp í Melasveit, Maggi þurfti að snúa til baka vegna fjölskyldunnar en Örlygur, GHF, Sveinn, Lárus, Eymi og Gísli Karls lögður á sjó. Sjá mátti vindstreng út fjörðinn með öldubrotum en nær landi var hægara. Því varð að ráði að róa upp í vindinn að Belgsholtsey, sem sumir heimamenn nefna Skarfasker, því að það er hvítt af skarfaskít allt árið um kring. Það gátum við verið í vari og tekið smá spretti upp í vindinn og síðan undan öldunni til baka. Ég fór upp til að fá yfirsýn og sá egg í skarfahreiðrum í fyrsta sinn á æfinni, sjá myndir:
picasaweb.google.com/gislihf/Borgarfj130...v1sRgCN3x2sb__6STMg#

Vindurinn sem við vorum í var mjög líklega á bilinu 9-12 m/s og hvassara á miðjum firðinum og nær Álftanesinu. Þannig var meiri vindur staðbundið en spáin hafði sýnt í gærkvöld og snemma í morgun. Varð að ráði að hætta við að fara yfir fjörðinn, en við Örsi fórum út í strenginn stutta ferð umhverfis Miðfjarðarsker til reynslu.
Síðan var haldi vestur með Melabökkum og snætt lítið eitt af öllu því dýrindis nesti sem með var í för, Gísli K. gaf sér góðan tíma við allviðamikla eldamennsku en mesta ánægju vakti þó kraftmikil nautasviðasulta sem hann stýfði úr hnefa upp í áhorfendur. Að lokum voru sker og eyjar utan við Melabakka skoðuð.
Þetta er önnur tilraun okkar til að róa yfir Borgarfjörð án árangurs og við segjum eins og í Lottóinu, það er mikið í pottinum, enginn var með allar tölur réttar til þessa !
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2009 17:02 #6 by Sævar H.
Þetta getur orðið hörkuróður á köflum. Ágætt yfir Borgarfjörðinn í Straumfjörðinn. NA 5-10 m/sek og útfallsstraumur. En á bakaleiðinni getur orðið strembinn róður yfir Borgarfjörðinn. 10-15 m/sek NA út Borgarfjörðinn og aðfallsstraumur á móti krappri öldunni. Það er spennandi fyrir okkur sem heima sitjum að fá alla ferðasöguna- í ferðalok. Gangi ykkur vel.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2009 22:43 #7 by gsk
Sælir félagar,

Melda mig og Svein Axel í ferðina á morgun.

Sjáumst hressir á Select í fyrramálið.

kv.,
Gísli Karls.<br><br>Post edited by: gsk, at: 2009/04/12 15:44

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2009 21:28 #8 by eymi
Mæti líka :) ... ágætt ef ég fæ far með einhverjum, er ekki með góðar græjur á toppnum fyrir langferð.

En hvaða græjur þarf maður að taka með.. bara gott nesti og einhver hlífðarföt fyrir stoppið?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2009 21:18 #9 by maggi
Já Lárus það er verið að tala um Select kl 8:30.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2009 19:49 #10 by Larus
ég mæti,
get tekið einn með ef einhver vill það,
var verið að spá i hitting á select ??


lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2009 18:58 #11 by maggi
Ég held að maður sleppi slíkum dráttar æfingum , enda var um algerlega stjórnlausa ótemju að ræða:sick:

það væri gaman að heyra í mönnum uppá samnítingu á bílum.
ég get verið með kerru ef það er stemming fyrir því
það er ef Herði er sama.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2009 16:01 #12 by maggi
Ég vil benda mönnum á að þetta er kjörin ferð fyrir þá sem ætla að koma á 4 star undirbúning.
þarna verður hægt að vinna með áttavita og kort og æfa að reikna stefnu í straum og reki,við Örlygur komum til með að nota þessa ferð til að fara yfir þetta með mönnum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2009 03:17 #13 by Gíslihf
Við Maggi vorum að ræða málið og tímaáætlun fyrir róður yfir Borgarfjörð annan í páskum er eftirfarandi:
Farið úr bænum kl. 8:30
í fjöru við Belgsholt í Melasveit 9:30
á sjó kl 10:00
3ja tíma róður yfir í Straumfjörð
2ja tíma gott hádegisstopp
3ja tíma róður til baka
Haldið í bæinn um kl. 18:30

Veðurspá er NA um 8 m/s þannig að um er að ræða hliðarvind báðar leiðir, sem er góð æfing í að halda stefnu. Einnig má búast við talsverðum fallastraumi á hlið við Straumfjörðinn.
Hafa þarf búnað sem hæfir sjóferðum, nesti og skjólgóða yfirhöfn fyrir dvölina í landi enda NA næðingur og ekki gott að hvíla sig kaldur.
Ferðin hentar ekki fyrir byrjendur eða óvana, en ef einhver er í vafa um erfiðleikastigið og eigin þjálfunarstig ætti hann að ræða málið við Magga í síma 897-3386.

Kv. GHF (822 0535).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2009 02:07 #14 by Gunni
*<br><br>Post edited by: Gunni, at: 2009/04/10 19:24

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2009 02:06 #15 by Gunni
Ég stefni að því að koma með ykkur. Er komin tímasetning á þetta?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum