Greenland Rolling with Dubside

18 mar 2009 06:29 #1 by Ingi
Þessi gaur var á Grænlandsmeistaramótinu í júlí sl. Það eru nokkrar myndir af honum í myndum frá mér undir flippanum Ferðasögur/myndir/Ingi/Vatnahverfi og rannsókarnarleiðangur. Hann var þá að spreyta sig á móti innfæddum. Mér fannst nú að eskimóarnir tækju æfingarnar léttar en hann. En hann var seigur þvi er ekki að neita. Á einni mynd tekur hann veltu með uppblásinn kút og það tókst eftir nokkrar tilraunir.Ég náði myndskeiði af því. Þeir voru líka með æfingar þar sem þeir veltu sér með múrstein og mér fannst þeir fara létt með það. Ég mæli með því að fólk fari og upplifi þessa keppni á Grænlandi sjálft. Það fara nokkrir dagar í keppnina og keppt í allskonar þrautum og vegalengdum. Ég þekkti þennan Dubside ekkert fyrr en ég rakst á mynband af honum á youtube og hann virðist vera einn af þessum snillingum sem gera ekkert annað en að leika sér á kayak.<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/03/18 14:23

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2009 22:32 #2 by jsa
Fyrir tha sem ekki kannast vid thennan Dubside karakter that er alveg thess virdi ad kikja a hann, kannski ekki gott fyrir tha sem eiga erfitt med veltuna og kenna batnum sinum umm ;)

Fyrir mina parta er thetta magnadur naungi

www.dubside.net/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum