Til húsnæðisnefndar

27 feb 2009 09:04 #1 by palli
Replied by palli on topic Re:Til húsnæðisnefndar
Takk fyrir tilboðið :P Nú þegar er einn kominn af stað í djobbið, en það eru sko nóg verkefni fyrir verkfúsa menn. Verð í bandi nú þegar kemur að því að skvera aðstöðuna fyrir vorið. Annars sýnist mér félagsmenn vera frábærlega tilbúnir til framkvæmda þegar eftir er leitað. Líklega verður best að senda borginni tilboð í að við getum klárað að glerja þetta tónlistarhús á hafnarbakkanum gegn því að klúbburinn fái það til afnota. Þetta er hvort er eð í tómu tjóni hjá þeim og líklega taka þeir svona tilboði fegins hendiB)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 feb 2009 08:02 #2 by fylkisson
Replied by fylkisson on topic Re:Til húsnæðisnefndar
;) Er nýliðaandskoti og alveg hægt að nota mig í svona nefnd og jafnvel vinnu, afi minn var smiður. Svo er ég vaktavinnumaður og get því gert eitthvað virka daga, í miðri viku.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2009 18:12 #3 by palli
Replied by palli on topic Re:Til húsnæðisnefndar
Þetta er mögnuð háttsemi. Lárus fór í gærkvöldi og teipaði yfir þetta til bráðabirgða. Gerum við þetta við fyrsta tækifæri.
Húsnæðisnefnd er skipuð sama fólki og í fyrra. Steini Guðmunds er formaður og við hinir erum Tryggvi Tryggva, Jói Kjartans og ég. Sjálfur er ég aðallega í stússi vegna bátageymslanna.
Það eru alltaf næg verkefni fyrir fúsar hendur í húsnæðisnefnd. Ég lýsi hér með eftir áhugasömum dugnaðarforkum til að taka þátt í þessu með okkur og taka sæti í þeirri ágætu nefnd. Þessi nefnd má gjarna vera stærri þar sem það eru yfirleitt alltaf einhver fyrirliggjandi verkefni til staðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2009 17:46 #4 by SAS
Til húsnæðisnefndar was created by SAS
Einhver aulinn hefur stórskemmt hurðina að aðalaðstöðinni okkar í Geldinganesinu. Nokkrar rifur eru á hurðinni, þannig að regn og snjór á nokkuð greiða leið inn í aðstöðuna. Þetta er eitthvað sem verður að loka sem allra fyrst.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum